Sagði mikilvægt að gefa Rússum ekki andrými til að efla varnir sínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. september 2022 07:23 Það var engan bilbug að finna á Selenskí þrátt fyrir herkvaðningu og hótanir Rússlandsforseta í gær. epa/Sergey Dolzhenko Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist ekki gefa mikið fyrir tilraunir Rússa til að stigmagna átökin í Úkraínu með því að boða til herkvaðningar. Í ávarpi sem tekið var upp fyrirfram og spilað á þingi Sameinuðu þjóðanna í gær saðgi forsetinn að Úkraínher myndi halda áfram gagnsókn sinni og ekki gefa Rússum andrými til að treysta varnir sínar á hernumdum svæðum. Selenskí sagði Úkraínumenn geta náð aftur því landsvæði sem Rússar hefðu tekið en til þess þyrftu þeir tíma. Hann sagði Rússa vilja efla varnir sínar á meðan þeir söfnuðu liðsauka heima fyrir en það mætti ekki gerast. Standing ovation at UN after @ZelenskyyUa speech. Check a smilw of @ZelenskaUA pic.twitter.com/rxcibrLyFM— Nika Melkozerova (@NikaMelkozerova) September 21, 2022 Forsetinn sagði frið mögulegan að fimm skilyrðum uppfylltum; þeirra á meðal væru endurheimt hernumdra landsvæða, öryggistryggingar og refsing til handa þeim sem hefðu brotið gegn Úkraínu. „Glæpur hefur verið framin gegn Úkraínu og við krefjumst réttlátrar refsingar,“ sagði Selenskí. Hann sagði að koma ætti á sérstökum dómstól til að fjalla um glæpi Rússa gegn Úkraínu og að Rússar ættu að gjalda fyrir þá með eigum sínum. Þá hvatti hann Sameinuðu þjóðirnar til að svipta Rússa neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu. Selenskí vísaði til þeirra hroðaverka sem hefðu verið framin, meðal annars í Izium, og lýsti því hvernig uppgrafnar líkamsleifar almennra borgara sýndu þess merki pyntinga. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Í ávarpi sem tekið var upp fyrirfram og spilað á þingi Sameinuðu þjóðanna í gær saðgi forsetinn að Úkraínher myndi halda áfram gagnsókn sinni og ekki gefa Rússum andrými til að treysta varnir sínar á hernumdum svæðum. Selenskí sagði Úkraínumenn geta náð aftur því landsvæði sem Rússar hefðu tekið en til þess þyrftu þeir tíma. Hann sagði Rússa vilja efla varnir sínar á meðan þeir söfnuðu liðsauka heima fyrir en það mætti ekki gerast. Standing ovation at UN after @ZelenskyyUa speech. Check a smilw of @ZelenskaUA pic.twitter.com/rxcibrLyFM— Nika Melkozerova (@NikaMelkozerova) September 21, 2022 Forsetinn sagði frið mögulegan að fimm skilyrðum uppfylltum; þeirra á meðal væru endurheimt hernumdra landsvæða, öryggistryggingar og refsing til handa þeim sem hefðu brotið gegn Úkraínu. „Glæpur hefur verið framin gegn Úkraínu og við krefjumst réttlátrar refsingar,“ sagði Selenskí. Hann sagði að koma ætti á sérstökum dómstól til að fjalla um glæpi Rússa gegn Úkraínu og að Rússar ættu að gjalda fyrir þá með eigum sínum. Þá hvatti hann Sameinuðu þjóðirnar til að svipta Rússa neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu. Selenskí vísaði til þeirra hroðaverka sem hefðu verið framin, meðal annars í Izium, og lýsti því hvernig uppgrafnar líkamsleifar almennra borgara sýndu þess merki pyntinga.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira