Ísland og Tékkland mætast í tveggja leikja umspilseinvígi um sæti á EM í Rúmeníu og Georgíu næsta sumar.
Ljóst er að Kristall Máni Ingason og Finnur Tómas Pálmason verða ekki með en þeir hafa þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.
Í stað Kristals kom Sveinn Margeir Hauksson úr KA inn en Davíð Snorri kaus að bæta við markverði í stað miðvarðarins Finns, og kallaði á Ólaf Kristófer Helgason markvörð Fylkis. Þar með eru þrír markverðir í íslenska hópnum.
Ólafur Kristófer Helgason, Fylki, hefur verið kallaður inn í hóp U21 karla fyrir leikina tvo gegn Tékklandi. Finnur Tómas Pálmason, KR, getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.#fyririsland pic.twitter.com/9RbCbJyoqf
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2022
Leikur Íslands og Tékklands á morgun hefst klukkan 16.