Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 11:35 Benedikt Rafn Rafnsson, birtingarráðgjáfi hjá Aton/JL. úr einkasafni Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt. Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Sjá meira
Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt.
Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Sjá meira
Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51