Skammaði þingmenn en ruglaðist sjálfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 14:19 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Birgir Ármansson, forseti Alþingis, var með örlítið málfarshorn á Alþingi í morgun. Þar skammaði hann þingmenn fyrir að ávarpa ekki aðra þingmenn í þriðju persónu. Honum urðu þó reyndar sjálfum á mistök sem hann þurfti síðar að leiðrétta. Óundirbúinn fyrirspurnartími var á Alþingi í morgun. Þar sátu ýmsir ráðherrar fyrir svörum, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Áður en hún svaraði fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokks fólksins, greip Birgir þó í taumana. „Hvað sagði ég?“ Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á að persónufornöfnin við og þið hafi heyrst í pontu Alþingis í morgun, en hefð er fyrir því að þingmenn ávarpi aðra þingmenn í þriðju persónu. „Forseti vill minna háttvirta þingmenn á að ávarpa aðra þingmenn ekki í fyrstu persónu, hvorki eintölu né fleirtölu,“ sagði Birgir og horfði um leið á Katrínu sem situr ekki langt frá sæti forseta Alþingis. „Hvað sagði ég?“ heyrðist þá Katrín spyrja Birgi og virtist hún nokkuð hissa á augngotum Birgis. „Þetta á ekki bara við um hæstvirtan forsætisráðherra heldur fleiri sem hér hafa tekið til máls í dag og síðustu daga, að gæta sín að beina máli sínu til forseta þegar að aðrir þingmenn, einn eða fleiri, eru nefndir að tala um þá í þriðju persónu en ekki fyrstu persónu,“ sagði Birgir. Þingfundur hélt áfram en aðeins nokkrar mínútur liðu þangað til Birgir áttaði sig á því að hann hafði sjálfur gert gert mistök er hann skammaði þingmenn fyrir að ávarpa þingmenn í fyrstu persónu. „Forseti vill um leið geta þess að forseta urðu á mistök hérna áðan þegar hann vísaði til fyrstu persónu en ekki annarrar persónu. Þannig að hér í málfarshorninu þá verður það skráð að forseti átti við aðra persónu, ekki fyrstu persónu en minnir þingmenn samt á að nota þriðju persónuna,“ sagði Birgir og uppskar nokkurn hlátur frá viðstöddum. Alþingi Tengdar fréttir Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16 Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Óundirbúinn fyrirspurnartími var á Alþingi í morgun. Þar sátu ýmsir ráðherrar fyrir svörum, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Áður en hún svaraði fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokks fólksins, greip Birgir þó í taumana. „Hvað sagði ég?“ Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á að persónufornöfnin við og þið hafi heyrst í pontu Alþingis í morgun, en hefð er fyrir því að þingmenn ávarpi aðra þingmenn í þriðju persónu. „Forseti vill minna háttvirta þingmenn á að ávarpa aðra þingmenn ekki í fyrstu persónu, hvorki eintölu né fleirtölu,“ sagði Birgir og horfði um leið á Katrínu sem situr ekki langt frá sæti forseta Alþingis. „Hvað sagði ég?“ heyrðist þá Katrín spyrja Birgi og virtist hún nokkuð hissa á augngotum Birgis. „Þetta á ekki bara við um hæstvirtan forsætisráðherra heldur fleiri sem hér hafa tekið til máls í dag og síðustu daga, að gæta sín að beina máli sínu til forseta þegar að aðrir þingmenn, einn eða fleiri, eru nefndir að tala um þá í þriðju persónu en ekki fyrstu persónu,“ sagði Birgir. Þingfundur hélt áfram en aðeins nokkrar mínútur liðu þangað til Birgir áttaði sig á því að hann hafði sjálfur gert gert mistök er hann skammaði þingmenn fyrir að ávarpa þingmenn í fyrstu persónu. „Forseti vill um leið geta þess að forseta urðu á mistök hérna áðan þegar hann vísaði til fyrstu persónu en ekki annarrar persónu. Þannig að hér í málfarshorninu þá verður það skráð að forseti átti við aðra persónu, ekki fyrstu persónu en minnir þingmenn samt á að nota þriðju persónuna,“ sagði Birgir og uppskar nokkurn hlátur frá viðstöddum.
Alþingi Tengdar fréttir Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16 Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16
Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11