Skammaði þingmenn en ruglaðist sjálfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 14:19 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Birgir Ármansson, forseti Alþingis, var með örlítið málfarshorn á Alþingi í morgun. Þar skammaði hann þingmenn fyrir að ávarpa ekki aðra þingmenn í þriðju persónu. Honum urðu þó reyndar sjálfum á mistök sem hann þurfti síðar að leiðrétta. Óundirbúinn fyrirspurnartími var á Alþingi í morgun. Þar sátu ýmsir ráðherrar fyrir svörum, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Áður en hún svaraði fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokks fólksins, greip Birgir þó í taumana. „Hvað sagði ég?“ Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á að persónufornöfnin við og þið hafi heyrst í pontu Alþingis í morgun, en hefð er fyrir því að þingmenn ávarpi aðra þingmenn í þriðju persónu. „Forseti vill minna háttvirta þingmenn á að ávarpa aðra þingmenn ekki í fyrstu persónu, hvorki eintölu né fleirtölu,“ sagði Birgir og horfði um leið á Katrínu sem situr ekki langt frá sæti forseta Alþingis. „Hvað sagði ég?“ heyrðist þá Katrín spyrja Birgi og virtist hún nokkuð hissa á augngotum Birgis. „Þetta á ekki bara við um hæstvirtan forsætisráðherra heldur fleiri sem hér hafa tekið til máls í dag og síðustu daga, að gæta sín að beina máli sínu til forseta þegar að aðrir þingmenn, einn eða fleiri, eru nefndir að tala um þá í þriðju persónu en ekki fyrstu persónu,“ sagði Birgir. Þingfundur hélt áfram en aðeins nokkrar mínútur liðu þangað til Birgir áttaði sig á því að hann hafði sjálfur gert gert mistök er hann skammaði þingmenn fyrir að ávarpa þingmenn í fyrstu persónu. „Forseti vill um leið geta þess að forseta urðu á mistök hérna áðan þegar hann vísaði til fyrstu persónu en ekki annarrar persónu. Þannig að hér í málfarshorninu þá verður það skráð að forseti átti við aðra persónu, ekki fyrstu persónu en minnir þingmenn samt á að nota þriðju persónuna,“ sagði Birgir og uppskar nokkurn hlátur frá viðstöddum. Alþingi Tengdar fréttir Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16 Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Óundirbúinn fyrirspurnartími var á Alþingi í morgun. Þar sátu ýmsir ráðherrar fyrir svörum, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Áður en hún svaraði fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokks fólksins, greip Birgir þó í taumana. „Hvað sagði ég?“ Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á að persónufornöfnin við og þið hafi heyrst í pontu Alþingis í morgun, en hefð er fyrir því að þingmenn ávarpi aðra þingmenn í þriðju persónu. „Forseti vill minna háttvirta þingmenn á að ávarpa aðra þingmenn ekki í fyrstu persónu, hvorki eintölu né fleirtölu,“ sagði Birgir og horfði um leið á Katrínu sem situr ekki langt frá sæti forseta Alþingis. „Hvað sagði ég?“ heyrðist þá Katrín spyrja Birgi og virtist hún nokkuð hissa á augngotum Birgis. „Þetta á ekki bara við um hæstvirtan forsætisráðherra heldur fleiri sem hér hafa tekið til máls í dag og síðustu daga, að gæta sín að beina máli sínu til forseta þegar að aðrir þingmenn, einn eða fleiri, eru nefndir að tala um þá í þriðju persónu en ekki fyrstu persónu,“ sagði Birgir. Þingfundur hélt áfram en aðeins nokkrar mínútur liðu þangað til Birgir áttaði sig á því að hann hafði sjálfur gert gert mistök er hann skammaði þingmenn fyrir að ávarpa þingmenn í fyrstu persónu. „Forseti vill um leið geta þess að forseta urðu á mistök hérna áðan þegar hann vísaði til fyrstu persónu en ekki annarrar persónu. Þannig að hér í málfarshorninu þá verður það skráð að forseti átti við aðra persónu, ekki fyrstu persónu en minnir þingmenn samt á að nota þriðju persónuna,“ sagði Birgir og uppskar nokkurn hlátur frá viðstöddum.
Alþingi Tengdar fréttir Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16 Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16
Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11