Skammaði þingmenn en ruglaðist sjálfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 14:19 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Birgir Ármansson, forseti Alþingis, var með örlítið málfarshorn á Alþingi í morgun. Þar skammaði hann þingmenn fyrir að ávarpa ekki aðra þingmenn í þriðju persónu. Honum urðu þó reyndar sjálfum á mistök sem hann þurfti síðar að leiðrétta. Óundirbúinn fyrirspurnartími var á Alþingi í morgun. Þar sátu ýmsir ráðherrar fyrir svörum, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Áður en hún svaraði fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokks fólksins, greip Birgir þó í taumana. „Hvað sagði ég?“ Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á að persónufornöfnin við og þið hafi heyrst í pontu Alþingis í morgun, en hefð er fyrir því að þingmenn ávarpi aðra þingmenn í þriðju persónu. „Forseti vill minna háttvirta þingmenn á að ávarpa aðra þingmenn ekki í fyrstu persónu, hvorki eintölu né fleirtölu,“ sagði Birgir og horfði um leið á Katrínu sem situr ekki langt frá sæti forseta Alþingis. „Hvað sagði ég?“ heyrðist þá Katrín spyrja Birgi og virtist hún nokkuð hissa á augngotum Birgis. „Þetta á ekki bara við um hæstvirtan forsætisráðherra heldur fleiri sem hér hafa tekið til máls í dag og síðustu daga, að gæta sín að beina máli sínu til forseta þegar að aðrir þingmenn, einn eða fleiri, eru nefndir að tala um þá í þriðju persónu en ekki fyrstu persónu,“ sagði Birgir. Þingfundur hélt áfram en aðeins nokkrar mínútur liðu þangað til Birgir áttaði sig á því að hann hafði sjálfur gert gert mistök er hann skammaði þingmenn fyrir að ávarpa þingmenn í fyrstu persónu. „Forseti vill um leið geta þess að forseta urðu á mistök hérna áðan þegar hann vísaði til fyrstu persónu en ekki annarrar persónu. Þannig að hér í málfarshorninu þá verður það skráð að forseti átti við aðra persónu, ekki fyrstu persónu en minnir þingmenn samt á að nota þriðju persónuna,“ sagði Birgir og uppskar nokkurn hlátur frá viðstöddum. Alþingi Tengdar fréttir Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16 Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Óundirbúinn fyrirspurnartími var á Alþingi í morgun. Þar sátu ýmsir ráðherrar fyrir svörum, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Áður en hún svaraði fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokks fólksins, greip Birgir þó í taumana. „Hvað sagði ég?“ Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á að persónufornöfnin við og þið hafi heyrst í pontu Alþingis í morgun, en hefð er fyrir því að þingmenn ávarpi aðra þingmenn í þriðju persónu. „Forseti vill minna háttvirta þingmenn á að ávarpa aðra þingmenn ekki í fyrstu persónu, hvorki eintölu né fleirtölu,“ sagði Birgir og horfði um leið á Katrínu sem situr ekki langt frá sæti forseta Alþingis. „Hvað sagði ég?“ heyrðist þá Katrín spyrja Birgi og virtist hún nokkuð hissa á augngotum Birgis. „Þetta á ekki bara við um hæstvirtan forsætisráðherra heldur fleiri sem hér hafa tekið til máls í dag og síðustu daga, að gæta sín að beina máli sínu til forseta þegar að aðrir þingmenn, einn eða fleiri, eru nefndir að tala um þá í þriðju persónu en ekki fyrstu persónu,“ sagði Birgir. Þingfundur hélt áfram en aðeins nokkrar mínútur liðu þangað til Birgir áttaði sig á því að hann hafði sjálfur gert gert mistök er hann skammaði þingmenn fyrir að ávarpa þingmenn í fyrstu persónu. „Forseti vill um leið geta þess að forseta urðu á mistök hérna áðan þegar hann vísaði til fyrstu persónu en ekki annarrar persónu. Þannig að hér í málfarshorninu þá verður það skráð að forseti átti við aðra persónu, ekki fyrstu persónu en minnir þingmenn samt á að nota þriðju persónuna,“ sagði Birgir og uppskar nokkurn hlátur frá viðstöddum.
Alþingi Tengdar fréttir Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16 Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. 22. september 2022 13:16
Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. 22. september 2022 11:11