Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2022 08:28 Amanpour deildi þessari mynd í gær, af viðtalinu sem ekki varð. Mynd/Christiane Amanpour Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. Amanpour sagði forseta Íran aldrei hafa krafist þessa áður, þegar rætt væri við þá utan Íran. Hún sagði einn aðstoðarmanna forsetans hins vegar hafa sagt að þeir vildu að hún bæri höfuðslæðu vegna ástandsins heima fyrir. Ástandið sem vísað er til eru gríðarleg mótmæli sem hafa staðið yfir eftir að kona lést eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir meint brot gegn slæðulögunum. Protests are sweeping Iran & women are burning their hijabs after the death last week of Mahsa Amini, following her arrest by the morality police . Human rights groups say at least 8 have been killed. Last night, I planned to ask President Raisi about all this and much more. 1/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Lögregla hefur haldið því fram að hin 22 ára Mahsa Amini hafi látist sökum hjartasjúkdóms en hún andaðist eftir að hafa verið í dái í þrjá daga. Fregnir herma hins vegar að lögregla hafi barið hana með kylfum og þá hafi höfði hennar verið skellt utan í lögreglubifreið. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sjö daga og náð til 80 borga og bæja. Allt að 30 eru sagðir hafa látið lífið en mótmælendur hafa meðal annars ráðist gegn lögreglubifreiðum og -stöðvum. Konur hafa fjarlægt höfuðslæður sínar, brennt þær og skorið hár sitt. Opinberlega hefur Raisi kallað eftir rannsókn á dauða Amini en í ágúst síðastliðnum undirritaði hann tilskipun þar sem kveðið er á um sekt og jafnvel ráðgjöf fyrir þær konur sem neita að bera höfuðklút. Þá má lögregla fangelsa þá sem mæla gegn slæðulögunum. Þess ber að geta að erlendum miðlum ber ekki saman um það hvort það var forsetinn eða Amanpour sem gekk frá viðtalinu. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira
Amanpour sagði forseta Íran aldrei hafa krafist þessa áður, þegar rætt væri við þá utan Íran. Hún sagði einn aðstoðarmanna forsetans hins vegar hafa sagt að þeir vildu að hún bæri höfuðslæðu vegna ástandsins heima fyrir. Ástandið sem vísað er til eru gríðarleg mótmæli sem hafa staðið yfir eftir að kona lést eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir meint brot gegn slæðulögunum. Protests are sweeping Iran & women are burning their hijabs after the death last week of Mahsa Amini, following her arrest by the morality police . Human rights groups say at least 8 have been killed. Last night, I planned to ask President Raisi about all this and much more. 1/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Lögregla hefur haldið því fram að hin 22 ára Mahsa Amini hafi látist sökum hjartasjúkdóms en hún andaðist eftir að hafa verið í dái í þrjá daga. Fregnir herma hins vegar að lögregla hafi barið hana með kylfum og þá hafi höfði hennar verið skellt utan í lögreglubifreið. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sjö daga og náð til 80 borga og bæja. Allt að 30 eru sagðir hafa látið lífið en mótmælendur hafa meðal annars ráðist gegn lögreglubifreiðum og -stöðvum. Konur hafa fjarlægt höfuðslæður sínar, brennt þær og skorið hár sitt. Opinberlega hefur Raisi kallað eftir rannsókn á dauða Amini en í ágúst síðastliðnum undirritaði hann tilskipun þar sem kveðið er á um sekt og jafnvel ráðgjöf fyrir þær konur sem neita að bera höfuðklút. Þá má lögregla fangelsa þá sem mæla gegn slæðulögunum. Þess ber að geta að erlendum miðlum ber ekki saman um það hvort það var forsetinn eða Amanpour sem gekk frá viðtalinu.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira