Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2022 08:28 Amanpour deildi þessari mynd í gær, af viðtalinu sem ekki varð. Mynd/Christiane Amanpour Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. Amanpour sagði forseta Íran aldrei hafa krafist þessa áður, þegar rætt væri við þá utan Íran. Hún sagði einn aðstoðarmanna forsetans hins vegar hafa sagt að þeir vildu að hún bæri höfuðslæðu vegna ástandsins heima fyrir. Ástandið sem vísað er til eru gríðarleg mótmæli sem hafa staðið yfir eftir að kona lést eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir meint brot gegn slæðulögunum. Protests are sweeping Iran & women are burning their hijabs after the death last week of Mahsa Amini, following her arrest by the morality police . Human rights groups say at least 8 have been killed. Last night, I planned to ask President Raisi about all this and much more. 1/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Lögregla hefur haldið því fram að hin 22 ára Mahsa Amini hafi látist sökum hjartasjúkdóms en hún andaðist eftir að hafa verið í dái í þrjá daga. Fregnir herma hins vegar að lögregla hafi barið hana með kylfum og þá hafi höfði hennar verið skellt utan í lögreglubifreið. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sjö daga og náð til 80 borga og bæja. Allt að 30 eru sagðir hafa látið lífið en mótmælendur hafa meðal annars ráðist gegn lögreglubifreiðum og -stöðvum. Konur hafa fjarlægt höfuðslæður sínar, brennt þær og skorið hár sitt. Opinberlega hefur Raisi kallað eftir rannsókn á dauða Amini en í ágúst síðastliðnum undirritaði hann tilskipun þar sem kveðið er á um sekt og jafnvel ráðgjöf fyrir þær konur sem neita að bera höfuðklút. Þá má lögregla fangelsa þá sem mæla gegn slæðulögunum. Þess ber að geta að erlendum miðlum ber ekki saman um það hvort það var forsetinn eða Amanpour sem gekk frá viðtalinu. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Amanpour sagði forseta Íran aldrei hafa krafist þessa áður, þegar rætt væri við þá utan Íran. Hún sagði einn aðstoðarmanna forsetans hins vegar hafa sagt að þeir vildu að hún bæri höfuðslæðu vegna ástandsins heima fyrir. Ástandið sem vísað er til eru gríðarleg mótmæli sem hafa staðið yfir eftir að kona lést eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir meint brot gegn slæðulögunum. Protests are sweeping Iran & women are burning their hijabs after the death last week of Mahsa Amini, following her arrest by the morality police . Human rights groups say at least 8 have been killed. Last night, I planned to ask President Raisi about all this and much more. 1/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Lögregla hefur haldið því fram að hin 22 ára Mahsa Amini hafi látist sökum hjartasjúkdóms en hún andaðist eftir að hafa verið í dái í þrjá daga. Fregnir herma hins vegar að lögregla hafi barið hana með kylfum og þá hafi höfði hennar verið skellt utan í lögreglubifreið. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sjö daga og náð til 80 borga og bæja. Allt að 30 eru sagðir hafa látið lífið en mótmælendur hafa meðal annars ráðist gegn lögreglubifreiðum og -stöðvum. Konur hafa fjarlægt höfuðslæður sínar, brennt þær og skorið hár sitt. Opinberlega hefur Raisi kallað eftir rannsókn á dauða Amini en í ágúst síðastliðnum undirritaði hann tilskipun þar sem kveðið er á um sekt og jafnvel ráðgjöf fyrir þær konur sem neita að bera höfuðklút. Þá má lögregla fangelsa þá sem mæla gegn slæðulögunum. Þess ber að geta að erlendum miðlum ber ekki saman um það hvort það var forsetinn eða Amanpour sem gekk frá viðtalinu.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira