Málið óvenjulegt miðað við hryðjuverkamál á Vesturlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2022 21:20 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að það sem fram hafi komið um málið í fréttum stemmi ekki við hryðjuverk í Vestur-Evrópu. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir koma sér verulega á óvart að mál hafi komið upp hér á landi þar sem grunur er um að menn hafi verið að undirbúa hryðjuverk. Þá séu allar upplýsingar sem hafi komið fram mjög óvenjulegar og ekki í takt við sambærileg mál á Vesturlöndum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira