Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 19:30 Arnar er hættur hjá KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira