Óskuðu eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir báðum mönnunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2022 16:10 Karl Steinar Valsson segir í samtali við fréttastofu að óskað hafi verið eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir báðum mönnunum. Vísir/Vilhelm Lögregla fór fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverks. Héraðsdómur féllst aðeins á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra en úrskurðaði hinn í einnar viku gæsluvarðhald. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um vopnaframleiðslu og skipulagningu hryðjuverks. Annar þeirra var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald en hinn í einnar viku varðhald. Tveir menn til viðbótar voru handteknir í aðgerðum lögreglu á miðvikudag en sleppt úr haldi. Tíminn sem mennirnir tveir hafa verið úrskurðaðir í varðhald hefur verið til nokkurrar umræðu á samfélagsmiðlum og fólk velt fyrir sér hvers vegna varðhaldið vari svo stuttan tíma að þeirra mati. Einnar viku gæsluvarðhald yfir meintum hryðjuverkamanni. Það er eitthvað hérna sem ekki gengur upp.— pallih (@pallih) September 24, 2022 Tja það er einhver ástæða fyrir stuttu gæsluvarðhaldi??— Þórir Grétar (@ThorirGretar) September 24, 2022 Það er allavega galið að setja bara viku gæsluvarðhald á einhvern sem er að plana fjöldamorð.— Snæbjörn (@artybjorn) September 24, 2022 Stórundarlegt allt saman. Ef menn voru með raunverulegt hryðjuverk planað af hverju bara vika og 2 í gæsluvarðhald? Burðardýr fá lengri tíma.— Kleópatra Mjöll (@greatkleo) September 24, 2022 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að óskað hafi verið eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir báðum mönnunum en Héraðsdómur aðeins fallist á þá kröfu yfir einum mannanna. Það sé hefðbundið að óska eftir tveggja vikna varðhaldi fyrst um sinn í málum sem þessum og svo eftir framlengingu þegar meira er komið í ljós. Lögregla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og að sögn hennar er rannsókn þess í fullum gangi. Að mörgu sé að hyggja og takmarkaður tími sé til rannsóknar, sérstaklega vegna lengdar gæsluvarðhaldsins yfir öðrum manninum, sem rennur út á miðvikudag. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins sem var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fólk, þar á meðal þingmenn, færi fram með of miklu offorsi í málinu. Það þyrfti að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar mannanna sem nú er í varðhaldi verið handtekinn á þriðjudag fyrir rúmri viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann var þá settur í vikulangt gæsluvarðhald og látinn laus á þriðjudag. Eftir það virðist sem mennirnir hafi hafið samskipti sem lögregla telur benda til að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um fjöldamorð í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. 24. september 2022 10:33 Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um vopnaframleiðslu og skipulagningu hryðjuverks. Annar þeirra var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald en hinn í einnar viku varðhald. Tveir menn til viðbótar voru handteknir í aðgerðum lögreglu á miðvikudag en sleppt úr haldi. Tíminn sem mennirnir tveir hafa verið úrskurðaðir í varðhald hefur verið til nokkurrar umræðu á samfélagsmiðlum og fólk velt fyrir sér hvers vegna varðhaldið vari svo stuttan tíma að þeirra mati. Einnar viku gæsluvarðhald yfir meintum hryðjuverkamanni. Það er eitthvað hérna sem ekki gengur upp.— pallih (@pallih) September 24, 2022 Tja það er einhver ástæða fyrir stuttu gæsluvarðhaldi??— Þórir Grétar (@ThorirGretar) September 24, 2022 Það er allavega galið að setja bara viku gæsluvarðhald á einhvern sem er að plana fjöldamorð.— Snæbjörn (@artybjorn) September 24, 2022 Stórundarlegt allt saman. Ef menn voru með raunverulegt hryðjuverk planað af hverju bara vika og 2 í gæsluvarðhald? Burðardýr fá lengri tíma.— Kleópatra Mjöll (@greatkleo) September 24, 2022 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að óskað hafi verið eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir báðum mönnunum en Héraðsdómur aðeins fallist á þá kröfu yfir einum mannanna. Það sé hefðbundið að óska eftir tveggja vikna varðhaldi fyrst um sinn í málum sem þessum og svo eftir framlengingu þegar meira er komið í ljós. Lögregla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og að sögn hennar er rannsókn þess í fullum gangi. Að mörgu sé að hyggja og takmarkaður tími sé til rannsóknar, sérstaklega vegna lengdar gæsluvarðhaldsins yfir öðrum manninum, sem rennur út á miðvikudag. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins sem var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fólk, þar á meðal þingmenn, færi fram með of miklu offorsi í málinu. Það þyrfti að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar mannanna sem nú er í varðhaldi verið handtekinn á þriðjudag fyrir rúmri viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann var þá settur í vikulangt gæsluvarðhald og látinn laus á þriðjudag. Eftir það virðist sem mennirnir hafi hafið samskipti sem lögregla telur benda til að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um fjöldamorð í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. 24. september 2022 10:33 Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. 24. september 2022 10:33
Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31
Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25