Rúmlega tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. september 2022 15:12 Rússneskir lögreglumenn handtaka mótmælanda í Sankti Pétursborg í gær. AP Mikil ólga er í Rússlandi í kjölfar herkvaðningar Vladímír Pútíns Rússlandsforseta. Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið handtekin víðs vegar í Rússlandi síðan mótmæli hófust gegn ákvörðun forsetans um umfangsmikla herkvaðningu. Pútín greindi frá herkvaðningunni 21. september. Síðan þá hefur fólksflótti frá landinu færst í aukana og erfitt reynst fyrir fólk að koma sér frá landinu þar sem flugvélasæti hafa selst upp. Þá hefur mikil örtröð myndast á landamærum Rússlands. Forsetinn hefur einnig undirritað lagabreytingu sem geti meðal annars haft í för með sér að þeir sem flýi land vegna herkvaðningarinnar muni eiga yfir höfði sér fangelsisdóm. Í mótmælum gegn ákvörðuninni hafa alls meira en tvö þúsund manns verið handteknir víðsvegar um Rússland, þar á meðal eru 798 manns sagðir enn í haldi í 33 borgum. Frá þessu greinir óháður eftirlitshópur OVD-Info. Mótmælandi í moskvu handtekinn af lögreglu.AP Guardian greinir frá því að gremja meðal almennings hafi jafnvel breiðst út til fjölmiðla sem eru á valdi yfirvalda í Kreml. Í frétt þeirra er haft eftir ritstjóra á ríkisrekna miðilsins RT sem greinir frá því að herkvaðningar sem bærust til rangra manna væru að „reita þá til reiði“. Vísir fjallaði um það fyrir skömmu að umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Þegar utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, var spurður á laugardag hvers vegna svo margir Rússar væru að yfirgefa landið, benti hann á rétt til ferðafrelsis. Frá mótmælum í Moskvu Kona handtekin fyrir mótmæli í Moskvu.AP Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Pútín greindi frá herkvaðningunni 21. september. Síðan þá hefur fólksflótti frá landinu færst í aukana og erfitt reynst fyrir fólk að koma sér frá landinu þar sem flugvélasæti hafa selst upp. Þá hefur mikil örtröð myndast á landamærum Rússlands. Forsetinn hefur einnig undirritað lagabreytingu sem geti meðal annars haft í för með sér að þeir sem flýi land vegna herkvaðningarinnar muni eiga yfir höfði sér fangelsisdóm. Í mótmælum gegn ákvörðuninni hafa alls meira en tvö þúsund manns verið handteknir víðsvegar um Rússland, þar á meðal eru 798 manns sagðir enn í haldi í 33 borgum. Frá þessu greinir óháður eftirlitshópur OVD-Info. Mótmælandi í moskvu handtekinn af lögreglu.AP Guardian greinir frá því að gremja meðal almennings hafi jafnvel breiðst út til fjölmiðla sem eru á valdi yfirvalda í Kreml. Í frétt þeirra er haft eftir ritstjóra á ríkisrekna miðilsins RT sem greinir frá því að herkvaðningar sem bærust til rangra manna væru að „reita þá til reiði“. Vísir fjallaði um það fyrir skömmu að umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Þegar utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, var spurður á laugardag hvers vegna svo margir Rússar væru að yfirgefa landið, benti hann á rétt til ferðafrelsis. Frá mótmælum í Moskvu Kona handtekin fyrir mótmæli í Moskvu.AP
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31
Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59
Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09