Handkastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leikmenn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 23:31 Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, var meðal þess sem rætt var um í síðasta þætti Handkastsins. Vísir/Daníel Þór „Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta. Grótta kom öllum á óvartog lagði Stjörnuna í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta. Farið var yfir leikinn og stöðuna á Stjörnuliðinu í Handkastinu. „Þeirra bestu leikmenn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona,“ bætti Styrmir við áður en Arnar Daði Arnarsson fór yfir tölfræði Tandra í fyrstu leikjum tímabilsins. „Þarna ertu að tala um Tandra Má Konráðsson sem var með tvö mörk úr fimm skotum í þessum leik og þrjú mörk í 11 skotum á móti Fram í síðustu umferð. Á móti FH var hann með núll mörk úr fjórum skotum.“ „Maður veit auðvitað ekki alla söguna. Það gæti vel verið að hann sé að glíma við einhver meiðsli eða eitthvað slíkt. En að Tandri Már Konráðsson sé með 1,7 mark að meðaltali er eiginlega bara skandall,“ skaut Benedikt „Bounty“ Grétarsson. „Og gegn þessum liðum, með fullri virðingu. Þetta er ekki Valur eða ÍBV.“ „Svo eru með Hergeir Grímsson, bestu félagaskipti Íslandssögunnar – svona í haust. Tvö mörk, flatur og áhugalítill. Hvar er sá Hergeir sem við sáum í Selfossi? Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þarna. Ef einhver maður gæti kveikt neista og hug í mönnum þá er það Patrekur Jóhannesson,“ bætti Benedikt við að endingu. Umræðuna, sem og þáttinn í heild sinni, má hlusta á hér að neðan. Umræðan um Stjörnuna, Hergeir og Tandra Má byrjar á 38.05 mínútu. Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Handkastið Tengdar fréttir Þreyttur á umræðunni um Gróttu: „Þetta eru ekki einhverjir gúbbífiskar“ Arnar Daði Arnarsson segir tíma til kominn að Grótta sé tekin alvarlega sem gott Olís-deildarlið. 26. september 2022 12:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Grótta kom öllum á óvartog lagði Stjörnuna í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta. Farið var yfir leikinn og stöðuna á Stjörnuliðinu í Handkastinu. „Þeirra bestu leikmenn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona,“ bætti Styrmir við áður en Arnar Daði Arnarsson fór yfir tölfræði Tandra í fyrstu leikjum tímabilsins. „Þarna ertu að tala um Tandra Má Konráðsson sem var með tvö mörk úr fimm skotum í þessum leik og þrjú mörk í 11 skotum á móti Fram í síðustu umferð. Á móti FH var hann með núll mörk úr fjórum skotum.“ „Maður veit auðvitað ekki alla söguna. Það gæti vel verið að hann sé að glíma við einhver meiðsli eða eitthvað slíkt. En að Tandri Már Konráðsson sé með 1,7 mark að meðaltali er eiginlega bara skandall,“ skaut Benedikt „Bounty“ Grétarsson. „Og gegn þessum liðum, með fullri virðingu. Þetta er ekki Valur eða ÍBV.“ „Svo eru með Hergeir Grímsson, bestu félagaskipti Íslandssögunnar – svona í haust. Tvö mörk, flatur og áhugalítill. Hvar er sá Hergeir sem við sáum í Selfossi? Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þarna. Ef einhver maður gæti kveikt neista og hug í mönnum þá er það Patrekur Jóhannesson,“ bætti Benedikt við að endingu. Umræðuna, sem og þáttinn í heild sinni, má hlusta á hér að neðan. Umræðan um Stjörnuna, Hergeir og Tandra Má byrjar á 38.05 mínútu.
Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Handkastið Tengdar fréttir Þreyttur á umræðunni um Gróttu: „Þetta eru ekki einhverjir gúbbífiskar“ Arnar Daði Arnarsson segir tíma til kominn að Grótta sé tekin alvarlega sem gott Olís-deildarlið. 26. september 2022 12:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Þreyttur á umræðunni um Gróttu: „Þetta eru ekki einhverjir gúbbífiskar“ Arnar Daði Arnarsson segir tíma til kominn að Grótta sé tekin alvarlega sem gott Olís-deildarlið. 26. september 2022 12:00