Risastór viðburður innan vísindasamfélagsins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 21:44 Við áreksturinn hnikast sporbraut smástirnisins Dímorfosar um móðurhnöttinn Dídýmos lítillega til. Breytingin verður mæld með sjónaukum næstu mánuði. AP/NASA Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir viðburðinn stórmerkilegan. Hann ætlar að fylgjast vel með útsendingu NASA en talið er að geimfarið muni brotlenda á smástirninu klukkan 23.14 á íslenskum tíma í kvöld. Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af viðburðinum. „Það er mjög mikill spenningur í stjörnufræðisamfélaginu fyrir því af því að þarna erum við í fyrsta skipti að reyna að færa til smástirni og kanna hvort við búum yfir tækninni og getunni að koma í veg fyrir að það fari fyrir okkur eins og fór fyrir risaeðlunum,“ segir Sævar Helgi. Eins og býfluga á framrúðu bíls Vísindamenn munu komast að því eftir nokkrar vikur hvort tilraunin hafi heppnast, þegar búið er að mæla ferðatíma smástirnisins í kringum móðurhnöttinn. Það krefst sameiginlegs átaks flestallra sjónauka á jörðinni og munu því fjölmargir vísindamenn fylgjast grannt með. Brotlendingin verður þó líklega ekki jafn rosaleg og hún hljómar. Sævar líkir viðburðinum við býflugu sem hafnar á framúðu bíls. Geimfarið er enda ekki nema 570 kíló að þyngd en smástirnið eru um 160 metrar í þvermál. „Þetta hefur hverfandi áhrif á smástirnið og kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut öðrum en því að það kemur til með að hægja örlítið á ferðalagi sínu í kringum móðursmástirnið. Og það er akkúrat það sem við erum að reyna að mæla – hvort að þetta virki,“ segir Sævar Helgi. Hann segir tilraunina nauðsynlega enda fjölmörg smástirni sem skera braut jarðar. Einhvern tímann í framtíðinni gæti smástirni hafnað á jörðinni, en annað eins hefur nú gerst. Loftsteinar sem eru 50 metrar í þvermál gætu lagt heila borg í rúst. „Þetta eru svona fyrirbyggjandi aðgerðir og eitthvað sem mannkynið á að taka alvarlega af því þetta hefur svo sannarlega gerst áður i sögu jarðarinnar. Og þá hefur illa farið fyrir því lífi sem varð fyrir því. “segir Sævar Helgi og nefnir risaeðlurnar aftur sem dæmi. Geimurinn Tækni Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir viðburðinn stórmerkilegan. Hann ætlar að fylgjast vel með útsendingu NASA en talið er að geimfarið muni brotlenda á smástirninu klukkan 23.14 á íslenskum tíma í kvöld. Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af viðburðinum. „Það er mjög mikill spenningur í stjörnufræðisamfélaginu fyrir því af því að þarna erum við í fyrsta skipti að reyna að færa til smástirni og kanna hvort við búum yfir tækninni og getunni að koma í veg fyrir að það fari fyrir okkur eins og fór fyrir risaeðlunum,“ segir Sævar Helgi. Eins og býfluga á framrúðu bíls Vísindamenn munu komast að því eftir nokkrar vikur hvort tilraunin hafi heppnast, þegar búið er að mæla ferðatíma smástirnisins í kringum móðurhnöttinn. Það krefst sameiginlegs átaks flestallra sjónauka á jörðinni og munu því fjölmargir vísindamenn fylgjast grannt með. Brotlendingin verður þó líklega ekki jafn rosaleg og hún hljómar. Sævar líkir viðburðinum við býflugu sem hafnar á framúðu bíls. Geimfarið er enda ekki nema 570 kíló að þyngd en smástirnið eru um 160 metrar í þvermál. „Þetta hefur hverfandi áhrif á smástirnið og kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut öðrum en því að það kemur til með að hægja örlítið á ferðalagi sínu í kringum móðursmástirnið. Og það er akkúrat það sem við erum að reyna að mæla – hvort að þetta virki,“ segir Sævar Helgi. Hann segir tilraunina nauðsynlega enda fjölmörg smástirni sem skera braut jarðar. Einhvern tímann í framtíðinni gæti smástirni hafnað á jörðinni, en annað eins hefur nú gerst. Loftsteinar sem eru 50 metrar í þvermál gætu lagt heila borg í rúst. „Þetta eru svona fyrirbyggjandi aðgerðir og eitthvað sem mannkynið á að taka alvarlega af því þetta hefur svo sannarlega gerst áður i sögu jarðarinnar. Og þá hefur illa farið fyrir því lífi sem varð fyrir því. “segir Sævar Helgi og nefnir risaeðlurnar aftur sem dæmi.
Geimurinn Tækni Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32
Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05
Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39