Nýtt konungsmerki Karls III afhjúpað Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. september 2022 11:58 Merki Karls III og Elísabetar II. AP/Buckingham Palace PA, Getty/Whiteway Nú eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar breytist ýmislegt til þess að marka komu nýs konungs. Til dæmis verða breytingar gerðar á útliti pundsins og nýtt konunglegt merki sem prýðir til dæmis póstkassa og byggingar verður tekið í notkun. Merki Karls III Bretlandskonungs var kynnt í gær. Konunglegu merkin eiga sér langa sögu en hægt er að sjá mörg þeirra á póstkössum víðs vegar í konungsveldinu. Konunglegu merkin á póstkössum endurspegla hver var við stjórnvölinn þegar póstkassinn var búinn til. Konunglegt merki Karls III var afhjúpað í gær og má sjá stafina CR á því ásamt rómverskum tölustöfum sem merkja að hann sé sá þriðji. Á konunglegu merkjunum er titli einvaldsins og skammstöfun gjarnan blandað saman til en merki Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar var til dæmis EIIR, eða Elísabet önnur drottning. Þetta má sjá í samantekt breska póstsafnsins. Merki Viktoríu á póstkassa á Írlandi.Getty/Sergio Amiti Þar kemur fram að stafurinn R sem má sjá í merki Elísabetar standi fyrir Regina en R í merkjum konunga standi fyrir Rex. Á latínu þýði Regina og Rex drottning og konungur. Þó er merki Elísabetar ekki eins alls staðar. Þar sem Elísabet I var ekki drottning yfir Skotlandi samþykktu margir Skotar ekki merkinguna EIIR fyrir þá síðari. Póstkassar sem báru þá merkingu voru gjarnan skemmdir og sprengdir í loft upp í mótmælaskyni. Merkingunni var í kjölfarið breytt í Skotlandi og var skoska krúnan sett inn á merkið. Sú breyting verður einnig gerð á merki Karls III í Skotlandi. Merki Játvarðs VII sem var konungur frá 1901 til 1910.Getty/Whiteway 60 prósent póstkassa konungsveldisins bera merki Elísabetar. Aðeins 170 standa eftir frá valdatíð Játvarðs VII sem afsalaði sér konungstign árið 1936. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Ef vel er að gáð má enn finna póstkassa innan veldisins sem merktir eru Viktoríu drottningu sem var drottning frá árinu 1837 til dauðadags árið 1901. Merki Viktoríu er VR eða Victoria Regina. There's a #CypherSpotting trend sweeping the UK - read up on the history of Royal Cyphers here and let us know which ones you find on your local postboxes. -> https://t.co/LJNOSZ2gsI pic.twitter.com/3u9VSvCOBw— The Postal Museum (@thepostalmuseum) September 25, 2022 Hér að ofan má sjá merki konungleg merki bresku krúnunnar allt frá valdatíð Viktoríu drottningu frá árinu 1837 til valdatíðar Elísabetar II. Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Konunglegu merkin eiga sér langa sögu en hægt er að sjá mörg þeirra á póstkössum víðs vegar í konungsveldinu. Konunglegu merkin á póstkössum endurspegla hver var við stjórnvölinn þegar póstkassinn var búinn til. Konunglegt merki Karls III var afhjúpað í gær og má sjá stafina CR á því ásamt rómverskum tölustöfum sem merkja að hann sé sá þriðji. Á konunglegu merkjunum er titli einvaldsins og skammstöfun gjarnan blandað saman til en merki Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar var til dæmis EIIR, eða Elísabet önnur drottning. Þetta má sjá í samantekt breska póstsafnsins. Merki Viktoríu á póstkassa á Írlandi.Getty/Sergio Amiti Þar kemur fram að stafurinn R sem má sjá í merki Elísabetar standi fyrir Regina en R í merkjum konunga standi fyrir Rex. Á latínu þýði Regina og Rex drottning og konungur. Þó er merki Elísabetar ekki eins alls staðar. Þar sem Elísabet I var ekki drottning yfir Skotlandi samþykktu margir Skotar ekki merkinguna EIIR fyrir þá síðari. Póstkassar sem báru þá merkingu voru gjarnan skemmdir og sprengdir í loft upp í mótmælaskyni. Merkingunni var í kjölfarið breytt í Skotlandi og var skoska krúnan sett inn á merkið. Sú breyting verður einnig gerð á merki Karls III í Skotlandi. Merki Játvarðs VII sem var konungur frá 1901 til 1910.Getty/Whiteway 60 prósent póstkassa konungsveldisins bera merki Elísabetar. Aðeins 170 standa eftir frá valdatíð Játvarðs VII sem afsalaði sér konungstign árið 1936. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Ef vel er að gáð má enn finna póstkassa innan veldisins sem merktir eru Viktoríu drottningu sem var drottning frá árinu 1837 til dauðadags árið 1901. Merki Viktoríu er VR eða Victoria Regina. There's a #CypherSpotting trend sweeping the UK - read up on the history of Royal Cyphers here and let us know which ones you find on your local postboxes. -> https://t.co/LJNOSZ2gsI pic.twitter.com/3u9VSvCOBw— The Postal Museum (@thepostalmuseum) September 25, 2022 Hér að ofan má sjá merki konungleg merki bresku krúnunnar allt frá valdatíð Viktoríu drottningu frá árinu 1837 til valdatíðar Elísabetar II.
Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira