Nýtt konungsmerki Karls III afhjúpað Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. september 2022 11:58 Merki Karls III og Elísabetar II. AP/Buckingham Palace PA, Getty/Whiteway Nú eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar breytist ýmislegt til þess að marka komu nýs konungs. Til dæmis verða breytingar gerðar á útliti pundsins og nýtt konunglegt merki sem prýðir til dæmis póstkassa og byggingar verður tekið í notkun. Merki Karls III Bretlandskonungs var kynnt í gær. Konunglegu merkin eiga sér langa sögu en hægt er að sjá mörg þeirra á póstkössum víðs vegar í konungsveldinu. Konunglegu merkin á póstkössum endurspegla hver var við stjórnvölinn þegar póstkassinn var búinn til. Konunglegt merki Karls III var afhjúpað í gær og má sjá stafina CR á því ásamt rómverskum tölustöfum sem merkja að hann sé sá þriðji. Á konunglegu merkjunum er titli einvaldsins og skammstöfun gjarnan blandað saman til en merki Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar var til dæmis EIIR, eða Elísabet önnur drottning. Þetta má sjá í samantekt breska póstsafnsins. Merki Viktoríu á póstkassa á Írlandi.Getty/Sergio Amiti Þar kemur fram að stafurinn R sem má sjá í merki Elísabetar standi fyrir Regina en R í merkjum konunga standi fyrir Rex. Á latínu þýði Regina og Rex drottning og konungur. Þó er merki Elísabetar ekki eins alls staðar. Þar sem Elísabet I var ekki drottning yfir Skotlandi samþykktu margir Skotar ekki merkinguna EIIR fyrir þá síðari. Póstkassar sem báru þá merkingu voru gjarnan skemmdir og sprengdir í loft upp í mótmælaskyni. Merkingunni var í kjölfarið breytt í Skotlandi og var skoska krúnan sett inn á merkið. Sú breyting verður einnig gerð á merki Karls III í Skotlandi. Merki Játvarðs VII sem var konungur frá 1901 til 1910.Getty/Whiteway 60 prósent póstkassa konungsveldisins bera merki Elísabetar. Aðeins 170 standa eftir frá valdatíð Játvarðs VII sem afsalaði sér konungstign árið 1936. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Ef vel er að gáð má enn finna póstkassa innan veldisins sem merktir eru Viktoríu drottningu sem var drottning frá árinu 1837 til dauðadags árið 1901. Merki Viktoríu er VR eða Victoria Regina. There's a #CypherSpotting trend sweeping the UK - read up on the history of Royal Cyphers here and let us know which ones you find on your local postboxes. -> https://t.co/LJNOSZ2gsI pic.twitter.com/3u9VSvCOBw— The Postal Museum (@thepostalmuseum) September 25, 2022 Hér að ofan má sjá merki konungleg merki bresku krúnunnar allt frá valdatíð Viktoríu drottningu frá árinu 1837 til valdatíðar Elísabetar II. Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Konunglegu merkin eiga sér langa sögu en hægt er að sjá mörg þeirra á póstkössum víðs vegar í konungsveldinu. Konunglegu merkin á póstkössum endurspegla hver var við stjórnvölinn þegar póstkassinn var búinn til. Konunglegt merki Karls III var afhjúpað í gær og má sjá stafina CR á því ásamt rómverskum tölustöfum sem merkja að hann sé sá þriðji. Á konunglegu merkjunum er titli einvaldsins og skammstöfun gjarnan blandað saman til en merki Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar var til dæmis EIIR, eða Elísabet önnur drottning. Þetta má sjá í samantekt breska póstsafnsins. Merki Viktoríu á póstkassa á Írlandi.Getty/Sergio Amiti Þar kemur fram að stafurinn R sem má sjá í merki Elísabetar standi fyrir Regina en R í merkjum konunga standi fyrir Rex. Á latínu þýði Regina og Rex drottning og konungur. Þó er merki Elísabetar ekki eins alls staðar. Þar sem Elísabet I var ekki drottning yfir Skotlandi samþykktu margir Skotar ekki merkinguna EIIR fyrir þá síðari. Póstkassar sem báru þá merkingu voru gjarnan skemmdir og sprengdir í loft upp í mótmælaskyni. Merkingunni var í kjölfarið breytt í Skotlandi og var skoska krúnan sett inn á merkið. Sú breyting verður einnig gerð á merki Karls III í Skotlandi. Merki Játvarðs VII sem var konungur frá 1901 til 1910.Getty/Whiteway 60 prósent póstkassa konungsveldisins bera merki Elísabetar. Aðeins 170 standa eftir frá valdatíð Játvarðs VII sem afsalaði sér konungstign árið 1936. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Ef vel er að gáð má enn finna póstkassa innan veldisins sem merktir eru Viktoríu drottningu sem var drottning frá árinu 1837 til dauðadags árið 1901. Merki Viktoríu er VR eða Victoria Regina. There's a #CypherSpotting trend sweeping the UK - read up on the history of Royal Cyphers here and let us know which ones you find on your local postboxes. -> https://t.co/LJNOSZ2gsI pic.twitter.com/3u9VSvCOBw— The Postal Museum (@thepostalmuseum) September 25, 2022 Hér að ofan má sjá merki konungleg merki bresku krúnunnar allt frá valdatíð Viktoríu drottningu frá árinu 1837 til valdatíðar Elísabetar II.
Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira