Íslenskukennsla á vinnutíma – er allra hagur Ragnheiður Jóna Jónsdóttir skrifar 28. september 2022 08:01 Umræðan um erlent vinnuafl og íslenskunám rís hátt um þessar mundir og er það vel, enda er um mikilvægt málefni að ræða sem hefði gjarnan mátt taka meira pláss íslensku samfélagi hingað til. Íslenskunám á vinnustað á vinnutíma er nokkuð sem ég get mælt með fullum fetum, eftir að hafa reynt slíkt fyrirkomulag í Hannesarholti. Þar fengum við reyndan kennara í íslensku sem öðru máli á staðinn reglulega og bauð pólskum starfsmönnum okkar uppá kennslu sem var sérsniðin að þeirra þörfum. Orðaforði kenndur sem hentar vinnustaðnum Einn af kostunum við að vinnuveitandi bjóði uppá íslenskukennslu er að auðvelt er að innleiða orðaforða sem hentar vinnustaðnum og er þá líklegur til að komast í daglega notkun hjá nemendum. Þeir fengu orð yfir það sem þeir kunnu til hlýtar og sýsluðu með alla daga og þjálfun í að fjalla um það á íslensku. Þannig verður námið skilvirkara og líklegra að nemandinn nái skjótum framförum. Starfsmenn sem höfðu reynst vel í starfi en vantaði betri kunnáttu í íslensku gátu því styrkst á heimavelli og farið heim úr vinnunni með íslenskulexíurnar í fersku minni. Hjálpum fólki í þjónustustörfum að læra íslensku Í gegnum tíðina hefur sótt til okkar fjöldi af frambærilegu erlendu fólki sem hefur óskað eftir þjónastarfi í Hannesarholti. Niðurstaðan hefur verið sú að enginn hefur verið ráðinn til að þjóna til borðs í veitingastofum hússins sem ekki getur gert sig skiljanlegan á íslensku, enda eru gestir okkar á öllum aldri og óhugsandi að bjóða þeim aðeins uppá þjónustu á ensku. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki boðlegt á Íslandi að starfsmenn í þjónustu geti aðeins þjónað viðskiptavinum séu þeir ávarpaðir á erlendri tungu. Gerum kröfur fyrir hönd íslenskrar tungu Í raun er málið ósköp einfalt og varðar okkur öll sem búum á Íslandi. Hingað til hefur samfélagið verið þannig hugsað að allir hefðu aðgang að samfélagslegum gæðum eins og menntun og þjónustu. Allt slíkt fer fram á íslensku og þeir sem ekki tala málið eru líklegir til að missa af ýmsu sem annars stendur til boða.. Ef við viljum að samfélagið verði áfram í þessum anda er það nauðsynlegt að við hlúum að íslenskunámi þeirra sem hingað flytja og starfa í samfélagi okkar. Ef við viljum að íslenskan lifi þurfum við að gera kröfu um að hún sé notuð í þjónustu á Íslandi og þá verðum við að sjá til þess að þeir sem þeim störfum sinna hafi tækifæri til að læra íslensku. Ég mæli með íslenskukennslu á vinnutíma á kostnað vinnuveitanda. Það er góð fjárfesting sem skilar margfalt til baka. Höfundur er menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um erlent vinnuafl og íslenskunám rís hátt um þessar mundir og er það vel, enda er um mikilvægt málefni að ræða sem hefði gjarnan mátt taka meira pláss íslensku samfélagi hingað til. Íslenskunám á vinnustað á vinnutíma er nokkuð sem ég get mælt með fullum fetum, eftir að hafa reynt slíkt fyrirkomulag í Hannesarholti. Þar fengum við reyndan kennara í íslensku sem öðru máli á staðinn reglulega og bauð pólskum starfsmönnum okkar uppá kennslu sem var sérsniðin að þeirra þörfum. Orðaforði kenndur sem hentar vinnustaðnum Einn af kostunum við að vinnuveitandi bjóði uppá íslenskukennslu er að auðvelt er að innleiða orðaforða sem hentar vinnustaðnum og er þá líklegur til að komast í daglega notkun hjá nemendum. Þeir fengu orð yfir það sem þeir kunnu til hlýtar og sýsluðu með alla daga og þjálfun í að fjalla um það á íslensku. Þannig verður námið skilvirkara og líklegra að nemandinn nái skjótum framförum. Starfsmenn sem höfðu reynst vel í starfi en vantaði betri kunnáttu í íslensku gátu því styrkst á heimavelli og farið heim úr vinnunni með íslenskulexíurnar í fersku minni. Hjálpum fólki í þjónustustörfum að læra íslensku Í gegnum tíðina hefur sótt til okkar fjöldi af frambærilegu erlendu fólki sem hefur óskað eftir þjónastarfi í Hannesarholti. Niðurstaðan hefur verið sú að enginn hefur verið ráðinn til að þjóna til borðs í veitingastofum hússins sem ekki getur gert sig skiljanlegan á íslensku, enda eru gestir okkar á öllum aldri og óhugsandi að bjóða þeim aðeins uppá þjónustu á ensku. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki boðlegt á Íslandi að starfsmenn í þjónustu geti aðeins þjónað viðskiptavinum séu þeir ávarpaðir á erlendri tungu. Gerum kröfur fyrir hönd íslenskrar tungu Í raun er málið ósköp einfalt og varðar okkur öll sem búum á Íslandi. Hingað til hefur samfélagið verið þannig hugsað að allir hefðu aðgang að samfélagslegum gæðum eins og menntun og þjónustu. Allt slíkt fer fram á íslensku og þeir sem ekki tala málið eru líklegir til að missa af ýmsu sem annars stendur til boða.. Ef við viljum að samfélagið verði áfram í þessum anda er það nauðsynlegt að við hlúum að íslenskunámi þeirra sem hingað flytja og starfa í samfélagi okkar. Ef við viljum að íslenskan lifi þurfum við að gera kröfu um að hún sé notuð í þjónustu á Íslandi og þá verðum við að sjá til þess að þeir sem þeim störfum sinna hafi tækifæri til að læra íslensku. Ég mæli með íslenskukennslu á vinnutíma á kostnað vinnuveitanda. Það er góð fjárfesting sem skilar margfalt til baka. Höfundur er menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun