Ekki í anda trúarinnar að tvístra nemendahópum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2022 17:08 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Stöð 2 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við Laugarneskirkju vísar á bug ásökunum um að kirkjan sé að kynda undir ófriðarbál með því að afþakka kirkjuheimsóknir á vegum grunnskólanna í aðventunni. Ákvörðunin hafi verið tekin sérstaklega til að slökkva ófriðarbál því andstaða hafi við skipulagðar kirkjuheimsóknir hafi farið stigvaxandi. Þá sé það ekki í anda kirkjunnar að skilja börn út undan. Í tveimur aðskildum skoðanagreinum í Morgunblaði dagsins var ákvörðunin gagnrýnd. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Einar S. Hálfdánarson eru skrifaðir fyrir pistlunum. Var kirkjan sökuð um að bregðast hlutverki sínu og um að kveikja nýtt ófriðarbál sem Davíð Þór segir af og frá. „Við erum þátttakendur í átaki sem heitir „Öll í sama liði“ sem gengur út á að búa til betra og kærleiksríkara mannlíf í hverfunum þar sem enginn er skilinn út undan. Að standa fyrir einhverju þar sem við vitum að börn eru tekin út úr hópnum og þau fá ekki að vera með skólafélögum sínum á skólatíma, það er ekki í anda þeirrar hugmyndafræði.“ Þarna vísar Davíð til þess að börn sem eru annarrar trúar hafa gjarnan verið tekin út úr nemendahópnum á meðan á þessum heimsóknum stendur. Tveir starfsmenn kirkjunnar, Davíð þar með talinn, eru foreldrar barna í Laugarnesskóla. „Við verðum vör við það í haust að það á að fara af stað undirskriftarsöfnun á meðal foreldra til þess að fá þessar skólaheimsóknir aflagðar og okkar fyrsta hugsun er bara allt í lagi, þá tökum við bara þann slag en strax kemur næsta hugsun, og hvað? Þá bíður hann eftir okkur næsta haust og þarnæsta haust. Er það hlutverk okkar að vera í slag við hluta af nærsamfélaginu okkar?“ Davíð segist, þvert á fullyrðingar greinarhöfunda, hafa lagt sig fram um að stilla til friðar og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. „Hlustum á mótmælin. Mótmælin eru þessi; það er verið að taka krakka úr hópnum og sundra hópnum. Við viljum ekki vera þess valdandi að það sé gert. Þess vegna tökum við þá ákvörðun að afþakka, vinsamlega, kirkjuheimsóknir skólabarna á vegum skólans.“ Þess í stað ætlar kirkjan að bjóða upp á veglega dagskrá fyrir börn á umræddu aldursbili á hverjum degi í fyrstu viku aðventu á milli klukkan 15 til 17. Trúmál Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38 Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Í tveimur aðskildum skoðanagreinum í Morgunblaði dagsins var ákvörðunin gagnrýnd. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Einar S. Hálfdánarson eru skrifaðir fyrir pistlunum. Var kirkjan sökuð um að bregðast hlutverki sínu og um að kveikja nýtt ófriðarbál sem Davíð Þór segir af og frá. „Við erum þátttakendur í átaki sem heitir „Öll í sama liði“ sem gengur út á að búa til betra og kærleiksríkara mannlíf í hverfunum þar sem enginn er skilinn út undan. Að standa fyrir einhverju þar sem við vitum að börn eru tekin út úr hópnum og þau fá ekki að vera með skólafélögum sínum á skólatíma, það er ekki í anda þeirrar hugmyndafræði.“ Þarna vísar Davíð til þess að börn sem eru annarrar trúar hafa gjarnan verið tekin út úr nemendahópnum á meðan á þessum heimsóknum stendur. Tveir starfsmenn kirkjunnar, Davíð þar með talinn, eru foreldrar barna í Laugarnesskóla. „Við verðum vör við það í haust að það á að fara af stað undirskriftarsöfnun á meðal foreldra til þess að fá þessar skólaheimsóknir aflagðar og okkar fyrsta hugsun er bara allt í lagi, þá tökum við bara þann slag en strax kemur næsta hugsun, og hvað? Þá bíður hann eftir okkur næsta haust og þarnæsta haust. Er það hlutverk okkar að vera í slag við hluta af nærsamfélaginu okkar?“ Davíð segist, þvert á fullyrðingar greinarhöfunda, hafa lagt sig fram um að stilla til friðar og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. „Hlustum á mótmælin. Mótmælin eru þessi; það er verið að taka krakka úr hópnum og sundra hópnum. Við viljum ekki vera þess valdandi að það sé gert. Þess vegna tökum við þá ákvörðun að afþakka, vinsamlega, kirkjuheimsóknir skólabarna á vegum skólans.“ Þess í stað ætlar kirkjan að bjóða upp á veglega dagskrá fyrir börn á umræddu aldursbili á hverjum degi í fyrstu viku aðventu á milli klukkan 15 til 17.
Trúmál Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38 Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38
Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44