„Tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 19:00 Davíð Snorri Jónsson, þjálfari U21 árs landsliðsins. Vísir/Diego Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins í fótbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Tékkum í dag, en úrslitin þýða að liðið missti af sæti á loka móti EM. Hann segist þó ótrúlega stoltur af sínu liði. „Vá hvað þetta var svekkjandi. Við erum svo drullusvekktir,“ sagði Davíð í samtali við Viaplay að leik loknum. „En leikplanið gekk upp, við löguðum það sem við ætluðum að laga og strákarnir stóðust það að spila á mjög háu leveli undir mikilli pressu. Ég er svo stoltur af þessum gæjum. Þeir eru geggjaðir og það er bara ömurlegt að þurfa að fara heim því ég tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum.“ „Ég hefði viljað spila við bestu liðin. Við ætluðum að sækja þetta og við ætluðum að græða á þessu og við ætluðum að fara héðan sem sigurvegarar. Þessir strákar verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við megum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir strákar og við munum græða á þessum leikjum. Þeir munu nýtast okkur þegar þeir eru að spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.“ Íslenska liðið spilaði glimrandi fínan varnarleik í kvöld, en átti í erfiðleikum framan af að skapa sér færi. Þau komu þó í síðari hálfleik og Davíð segist hafa verið pollrólegur í hálfleik. „Við þurftum bara að halda áfram og minna okkur á að einföldu atriðin eru það sem vinna þessa leiki. Færin munu alltaf detta og við þurftum í rauninni bara eitt færi til að halda leiknum áfram og þau komu. Það sem við ætluðum að gera, að færa boltann frá vinstri kanti yfir á hægri, það gerðist vel. Mér fannst við ná meiri ró á boltann inni á seinasta þriðjungi því það er eitt að halda honum, en við viljum fara inn á síðasta þriðjung að halda honum. Við náðum að spila á milli línanna og í varnarleiknum voru allir vakandi. Þetta var bara eins og íslensk frammistaða á að vera, virkilega vel gert hjá þeim.“ „Ég er gríðarlega stoltur af þeim og svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir gæjar á leiðinni og þessir strákar eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Ég er þvílíkt stoltur af þeim og íslenska þjóðin má vera stolt af þeim. Ég er ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Davíð að lokum. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
„Vá hvað þetta var svekkjandi. Við erum svo drullusvekktir,“ sagði Davíð í samtali við Viaplay að leik loknum. „En leikplanið gekk upp, við löguðum það sem við ætluðum að laga og strákarnir stóðust það að spila á mjög háu leveli undir mikilli pressu. Ég er svo stoltur af þessum gæjum. Þeir eru geggjaðir og það er bara ömurlegt að þurfa að fara heim því ég tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum.“ „Ég hefði viljað spila við bestu liðin. Við ætluðum að sækja þetta og við ætluðum að græða á þessu og við ætluðum að fara héðan sem sigurvegarar. Þessir strákar verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við megum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir strákar og við munum græða á þessum leikjum. Þeir munu nýtast okkur þegar þeir eru að spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.“ Íslenska liðið spilaði glimrandi fínan varnarleik í kvöld, en átti í erfiðleikum framan af að skapa sér færi. Þau komu þó í síðari hálfleik og Davíð segist hafa verið pollrólegur í hálfleik. „Við þurftum bara að halda áfram og minna okkur á að einföldu atriðin eru það sem vinna þessa leiki. Færin munu alltaf detta og við þurftum í rauninni bara eitt færi til að halda leiknum áfram og þau komu. Það sem við ætluðum að gera, að færa boltann frá vinstri kanti yfir á hægri, það gerðist vel. Mér fannst við ná meiri ró á boltann inni á seinasta þriðjungi því það er eitt að halda honum, en við viljum fara inn á síðasta þriðjung að halda honum. Við náðum að spila á milli línanna og í varnarleiknum voru allir vakandi. Þetta var bara eins og íslensk frammistaða á að vera, virkilega vel gert hjá þeim.“ „Ég er gríðarlega stoltur af þeim og svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir gæjar á leiðinni og þessir strákar eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Ég er þvílíkt stoltur af þeim og íslenska þjóðin má vera stolt af þeim. Ég er ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Davíð að lokum.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira