Formúla 1 fær loksins grænt ljós á fjölgun sprettkeppna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 19:46 Formúla 1 mun halda sex sprettkeppnir á næsta tímabili. Eric Alonso/Getty Images Formúla 1 mun tvöfalda fjölda sprettkeppna úr þremur í sex frá og með næsta tímabili eftir að Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, gaf loks grænt ljós á fjölgunina. Hugmyndin um að tvöfalda fjölda sprettkeppna í Formúlu 1 hefur lengi verið studd af liðunum sem taka þátt, en forráðamenn Formúlu 1 og FIA hafa á sama tíma átt í deilum um málið. Forráðamenn FIA höfðu gefið það í skyn fyrr á þessu ári að fjöldi sprettkeppna myndi haldast óbreyttur á næsta tímabili, en þeir hafa nú gefið eftir. Fyrir þá sem ekki vita hvernig sprettkeppnirnar virka þá fara þær fram dagin fyrir keppnina sjálfa, eftir að tímatökurnar hafa farið fram. Ökumennirnir keyra mun færri hringi en í keppninni sjálfri, en niðurstöður sprettkeppninnar ákvarða rásröðina í kappakstrinum sjálfum, ásamt því að veita fremstu ökumönnunum stig í heimsmeistarakeppni ökumanna og liðunum stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Enn á þó eftir að ákveða hvar og hvenær sprettkeppnirnar sex verða haldnar, en Formúla 1 tilkynnti á dögunum að fjölga ætti keppnum úr 22 í 24 á næsta tímabili. „Ég ervirkilega ánægður að geta staðfest það að sex sprettkeppnir verða hluti af tímabilinu 2023 og þaðan í frá. Þetta mun klárlega byggja ofan á velgengni þessa nýja keppnisfyrirkomulags sem var kynnt til sögunnar árið 2021,“ sagði Stefano Domenicali, formaður Formúlu 1. "I am pleased that we can confirm six Sprints will be part of the Championship from 2023 onwards, building on the success of the new format introduced for the first time in 2021," said F1 president and CEO Stefano Domenicali. Akstursíþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hugmyndin um að tvöfalda fjölda sprettkeppna í Formúlu 1 hefur lengi verið studd af liðunum sem taka þátt, en forráðamenn Formúlu 1 og FIA hafa á sama tíma átt í deilum um málið. Forráðamenn FIA höfðu gefið það í skyn fyrr á þessu ári að fjöldi sprettkeppna myndi haldast óbreyttur á næsta tímabili, en þeir hafa nú gefið eftir. Fyrir þá sem ekki vita hvernig sprettkeppnirnar virka þá fara þær fram dagin fyrir keppnina sjálfa, eftir að tímatökurnar hafa farið fram. Ökumennirnir keyra mun færri hringi en í keppninni sjálfri, en niðurstöður sprettkeppninnar ákvarða rásröðina í kappakstrinum sjálfum, ásamt því að veita fremstu ökumönnunum stig í heimsmeistarakeppni ökumanna og liðunum stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Enn á þó eftir að ákveða hvar og hvenær sprettkeppnirnar sex verða haldnar, en Formúla 1 tilkynnti á dögunum að fjölga ætti keppnum úr 22 í 24 á næsta tímabili. „Ég ervirkilega ánægður að geta staðfest það að sex sprettkeppnir verða hluti af tímabilinu 2023 og þaðan í frá. Þetta mun klárlega byggja ofan á velgengni þessa nýja keppnisfyrirkomulags sem var kynnt til sögunnar árið 2021,“ sagði Stefano Domenicali, formaður Formúlu 1. "I am pleased that we can confirm six Sprints will be part of the Championship from 2023 onwards, building on the success of the new format introduced for the first time in 2021," said F1 president and CEO Stefano Domenicali.
Akstursíþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira