Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 22:47 Lilja Dögg Alfreðsdóttir (t.h.) skipaði Hörpu Þórisdóttur (t.v.) í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Félag fornleifafræðinga vill að skipunin verði dregin til baka. Stjórnarráðið Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra fundaði í gær með fulltrúum fagfélaga innan íslensks safna- og fræðasamfélags um stöðu Þjóðminjasafnsins vegna mikillar óánægju með skipun Hörpu Þórisdóttur í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Á fundinum var ákveðið að stofna samráðshóp með ráðuneytinu og fagfélögum sem kemur saman í fyrsta sinn í næstu viku, að því er segir í færslu á Facebooksíðu Félags fornleifafræðinga. „Félagið mun leggja til að nýlega skipaður þjóðminjavörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. Önnur lausn sem félagið mun leggja til er að skipaður verði ráðgjafahópur fagfólks sem gengið var framhjá við skipunina til þess að ræða framtíðarstefnu safnsins og hlutverk þjóðminjavarðar,“ segir í færslu fornfræðinga. Í færslunni segir jafnframt að stjórn Félags fornleifafræðinga hafi fyrir fundinn í gær vonast eftir heiðarleika og hugrekki af hálfu Lilju Daggar. „Okkur þykir sárt að þrátt fyrir að harma vinnubrögð sín hyggist ráðherra ekki leiðrétta þau,“ segir stjórnin. Lilja Dögg vísaði því á bug að harma skipun Hörpu í starf þjóðminjavarðar, í samtali við fréttastofu í dag. Hún sagði að ekki stæði til að draga skipunina til baka en að hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að skapa sátt um skipunina. Í pallborðsumræðum á fagráðstefnu safnafólks á föstudaginn sagði Lilja að hún harmaði að safnafólk upplifði skipun Hörpu án auglýsingar sem virðingarleysi gagnvart þeirra merku störfum. „Ég get bara sagt það við ykkur ef ég hefði áttað mig betur á þessu þá hefði ég bara gert það [auglýst stöðuna] og það hefði ekki verið neitt mál og ég bara harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna – ég ber ábyrgð á því og ég þarf að finna út úr því í samstarfi við ykkur hvernig við hugum að Þjóðminjasafninu og hvort það sé eitthvað þarna sem þið getið komið með að borðinu til þess að auka traust. Ekkert er fjarri mínum huga en að sýna ykkur vanvirðingu. Ég er bara miður mín yfir því, bara að segja það,“ sagði Lilja Dögg. „Dapurlegt er að enn hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þeim hætti sem gert var. Ekkert nýtt kom fram í svörum ráðuneytis hvað það varðar á fundinum; enn er skipuninni lýst eins og um tilfærslu hvers annars embættismanns væri að ræða — ekki forstöðumanns eins höfuðsafna íslenskrar menningar,“ segir Félag fornleifafræðinga. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra fundaði í gær með fulltrúum fagfélaga innan íslensks safna- og fræðasamfélags um stöðu Þjóðminjasafnsins vegna mikillar óánægju með skipun Hörpu Þórisdóttur í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Á fundinum var ákveðið að stofna samráðshóp með ráðuneytinu og fagfélögum sem kemur saman í fyrsta sinn í næstu viku, að því er segir í færslu á Facebooksíðu Félags fornleifafræðinga. „Félagið mun leggja til að nýlega skipaður þjóðminjavörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. Önnur lausn sem félagið mun leggja til er að skipaður verði ráðgjafahópur fagfólks sem gengið var framhjá við skipunina til þess að ræða framtíðarstefnu safnsins og hlutverk þjóðminjavarðar,“ segir í færslu fornfræðinga. Í færslunni segir jafnframt að stjórn Félags fornleifafræðinga hafi fyrir fundinn í gær vonast eftir heiðarleika og hugrekki af hálfu Lilju Daggar. „Okkur þykir sárt að þrátt fyrir að harma vinnubrögð sín hyggist ráðherra ekki leiðrétta þau,“ segir stjórnin. Lilja Dögg vísaði því á bug að harma skipun Hörpu í starf þjóðminjavarðar, í samtali við fréttastofu í dag. Hún sagði að ekki stæði til að draga skipunina til baka en að hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að skapa sátt um skipunina. Í pallborðsumræðum á fagráðstefnu safnafólks á föstudaginn sagði Lilja að hún harmaði að safnafólk upplifði skipun Hörpu án auglýsingar sem virðingarleysi gagnvart þeirra merku störfum. „Ég get bara sagt það við ykkur ef ég hefði áttað mig betur á þessu þá hefði ég bara gert það [auglýst stöðuna] og það hefði ekki verið neitt mál og ég bara harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna – ég ber ábyrgð á því og ég þarf að finna út úr því í samstarfi við ykkur hvernig við hugum að Þjóðminjasafninu og hvort það sé eitthvað þarna sem þið getið komið með að borðinu til þess að auka traust. Ekkert er fjarri mínum huga en að sýna ykkur vanvirðingu. Ég er bara miður mín yfir því, bara að segja það,“ sagði Lilja Dögg. „Dapurlegt er að enn hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þeim hætti sem gert var. Ekkert nýtt kom fram í svörum ráðuneytis hvað það varðar á fundinum; enn er skipuninni lýst eins og um tilfærslu hvers annars embættismanns væri að ræða — ekki forstöðumanns eins höfuðsafna íslenskrar menningar,“ segir Félag fornleifafræðinga.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“