Haukfránn og Trippa-Jón Ármann Jakobsson skrifar 28. september 2022 10:02 Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun