Opna þakið á þeim hluta sem brennur ekki Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. september 2022 16:53 Eldurinn kom upp í þvottahúsi Vasks á Egilsstöðum. Vísir/Daníel Cekic Mikill eldur logar í húsnæði Vasks á Egilsstöðum. Vaskur er þvottahús, efnalaug og verslun með hreinlætisvörur, skrifstofuvörur, hljóðfæri, víngerðarefni, búsáhöld, leikföng og hannyrðavörur. Þvottahús er í húsinu þar sem talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp. Guðmundur framkvæmdastjóri Vasks segir líklegt að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu en hann viti það þó ekki fyrir víst. Hann segir sem betur fer ekkert fólk hafa verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Eldur logar í nokkrum bílum við húsnæðið.Tristana Sól Kristjánsdóttir Húsnæðið stendur í ljósum logum og slökkvilið reynir hvað það getur til að slökkva eldinn. „Þetta er altjón,“ segir Guðmundur aðspurður hvort ekki sé ljóst að tjónið sé hrikalegt. Um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki. Uppfært klukkan 18:06: Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að opna þakið á þeim hluta hússins sem enn er heill. „Við erum að reyna að komast í þetta þeim megin frá. Það hefur gengið vel ennþá. Þetta er mikil vinna og erfitt viðureignar. Eldurinn hefur borist í bíla og eitthvað dót fyrir utan en ekki í neinar byggingar,“ segir Haraldur. Búið er að kalla til slökkviliðið á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði sem aðstoðar við slökkvistörf. Þá eru björgunarsveitir á svæðinu að aðstoða. Mikinn reyk leggur frá eldinum og hafa íbúar á svæðinu verið beðnir um að loka gluggum. Í færslu á Facebook-síðu Vasks segir að allir hafi sloppið ómeiddir úr húsinu. Starfsmenn fyrirtækisins segja það mjög leiðinlegt og sárt að sjá húsnæði fyrirtækisins brenna niður. Austurfrétt greindi fyrst frá. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Guðmundur framkvæmdastjóri Vasks segir líklegt að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu en hann viti það þó ekki fyrir víst. Hann segir sem betur fer ekkert fólk hafa verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Eldur logar í nokkrum bílum við húsnæðið.Tristana Sól Kristjánsdóttir Húsnæðið stendur í ljósum logum og slökkvilið reynir hvað það getur til að slökkva eldinn. „Þetta er altjón,“ segir Guðmundur aðspurður hvort ekki sé ljóst að tjónið sé hrikalegt. Um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki. Uppfært klukkan 18:06: Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að opna þakið á þeim hluta hússins sem enn er heill. „Við erum að reyna að komast í þetta þeim megin frá. Það hefur gengið vel ennþá. Þetta er mikil vinna og erfitt viðureignar. Eldurinn hefur borist í bíla og eitthvað dót fyrir utan en ekki í neinar byggingar,“ segir Haraldur. Búið er að kalla til slökkviliðið á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði sem aðstoðar við slökkvistörf. Þá eru björgunarsveitir á svæðinu að aðstoða. Mikinn reyk leggur frá eldinum og hafa íbúar á svæðinu verið beðnir um að loka gluggum. Í færslu á Facebook-síðu Vasks segir að allir hafi sloppið ómeiddir úr húsinu. Starfsmenn fyrirtækisins segja það mjög leiðinlegt og sárt að sjá húsnæði fyrirtækisins brenna niður. Austurfrétt greindi fyrst frá. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira