Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2022 21:32 Jóhann Páll Jóhannsson hefur verið mjög gagnrýninn á viðtekna framkvæmd innan stjórnsýslunnar þar sem embættismenn eru fluttir til og ráðnir án auglýsinga. Hyggst hann því leggja fram frumvarp nú í þessari viku sem takmarkar mjög þann möguleika ráðherra að geta skipað embættismenn án auglýsingar. vísir/vilhelm „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. Jóhann er jafnframt fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um að takmarka heimildir ráðherra til að skipa í æðstu stjórnkerfi með fyrrgreindum hætti, það er án auglýsingar. „Löggjafinn verður að bregðast við og setja valdhöfum skýrari mörk,“ bætir hann við í samtali við fréttastofu. Stöðuveitingar án auglýsingar hafa verið talsvert í deiglunni upp á síðkastið, bæði vegna deilna um skipun þjóðminjavarðar og eftir að fjallað var um að meirihluti núverandi ráðuneytisstjóra hefði tekið við embætti án þess að staðan væri auglýst og faglegt umsóknarferli færi fram. Sjá einnig: Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Í frumvarpi Jóhanns Páls, sem útbýtt verður á Alþingi á næstu dögum, er mælt fyrir um að óheimilt verði með öllu að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Þá er hnykkt sérstaklega á því að flutningsheimild 36. greinar starfsmannalaganna, sé undantekning frá almennu meginreglunni um auglýsingaskyldu. Þannig séu valdhafar bundnir af réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins og beiting þessa undantekningarákvæðis verði að byggja á málefnalegum sjónarmiðjum en ekki geðþótta. Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja hefur sætt mikilli gagnrýni í kjölfar skipunarinnar.Stjr Sjö af tólf ráðuneytisstjórum ráðnir án auglýsinga Nú er svo komið að sjö af tólf ráðuneytisstjórum hafi af tólf núverandi ráðuneytisstjórum voru fluttir í embætti ráðuneytisstjóra án þess að staðan væri auglýst. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa sex af þeim níu sem enn eru ráðuneytisstjórar tekið við embætti án þess að faglegt umsóknarferli færi fram. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greinagerð frumvarpsins þar sem lagabreytingin er rökstudd. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Alþingis hafi ítrekað bent á það í álitum sínum á að viðtekin framkvæmd væri á skjön við lög. Ekki allir sammála Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar embættismaður sem gegndi starfi ríkisendurskoðanda var fluttur yfir til nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis og skipaður þar ráðuneytisstjóri með vísan til flutningsheimildar starfsmannalaga. Jóhann Páll var afar gagnrýninn á ráðninguna sem hann sagði stangast á við meginregluna um þrígreiningu ríkisvalds. Sjá einnig: Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri „Ég gagnrýndi þessa lagaframkvæmd harðlega í þingsal og umboðsmaður Alþingis tók líka málið upp með bréfaskiptum við ráðuneytið þar sem hann minnti á grundvallaratriði um þrígreiningu ríkisvalds og benti á að ríkisendurskoðandi heyrir lagalega undir Alþingi en ekki framkvæmdarvaldið,“ segir Jóhann. Ekki virðist þó vera einróma sátt um að breyta framkvæmdinni. Í kvöldfréttum RÚV í byrjun mánaðarins sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar, að menningar- viðskiptaráðherra hafi farið rétt að við skipun þjóðminjavarðar. Gott sé að hafa heimildina til staðar „út af ýmsum ástæðum,“ eins og hún orðaði það. „Sjaldan meiri hætta á misbeitingu valds en við stöðuveitingar“ Jóhann segir það ævintýralegt að nota heimildina til að flytja embættismenn milli hinna þriggja valdþátta ríkisins. Jóhann hefur lagt fram fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar, bæði um skipun þjóðminjavarðar og um skipun ráðuneytisstjóra. Á meðal þess sem hann spyr um er hvers vegna ráðherrar hafi ákveðið að víkja frá meginreglu starfsmannalaga um auglýsingaskyldu í hverju tilviki fyrir sig og hvers konar rannsókn ráðherrar hafi framkvæmt við undirbúning ákvörðunarinnar. Þá spyr hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort hún telji það æskilega þróun að minnihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður samkvæmt því ferli sem mælt er fyrir um í stjórnarráðslögum og hvers vegna Katrín hafi ekki sett reglur um tilhögun flutnings starfsmanna innan Stjórnarráðsins eins og lög kveða á um að forsætisráðherra geri. Í niðurlagi greinagerðar frumvarpsins er minnst orða Ólafs Jóhannessonar, lagaprófessors og fyrrum forsætisráðherra: „Sjaldan er meiri hætta á misbeiting valds og hlutdrægni heldur en einmitt við stöðuveitingar. Nú á tímum er hið raunverulega veitingarvald oftast nær í höndum pólitískra ráðherra, sem freistast oft til að misnota það til framdráttar flokksmönnum sínum.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Deilur um skipun þjóðminjavarðar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Sjá meira
Jóhann er jafnframt fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um að takmarka heimildir ráðherra til að skipa í æðstu stjórnkerfi með fyrrgreindum hætti, það er án auglýsingar. „Löggjafinn verður að bregðast við og setja valdhöfum skýrari mörk,“ bætir hann við í samtali við fréttastofu. Stöðuveitingar án auglýsingar hafa verið talsvert í deiglunni upp á síðkastið, bæði vegna deilna um skipun þjóðminjavarðar og eftir að fjallað var um að meirihluti núverandi ráðuneytisstjóra hefði tekið við embætti án þess að staðan væri auglýst og faglegt umsóknarferli færi fram. Sjá einnig: Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Í frumvarpi Jóhanns Páls, sem útbýtt verður á Alþingi á næstu dögum, er mælt fyrir um að óheimilt verði með öllu að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Þá er hnykkt sérstaklega á því að flutningsheimild 36. greinar starfsmannalaganna, sé undantekning frá almennu meginreglunni um auglýsingaskyldu. Þannig séu valdhafar bundnir af réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins og beiting þessa undantekningarákvæðis verði að byggja á málefnalegum sjónarmiðjum en ekki geðþótta. Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja hefur sætt mikilli gagnrýni í kjölfar skipunarinnar.Stjr Sjö af tólf ráðuneytisstjórum ráðnir án auglýsinga Nú er svo komið að sjö af tólf ráðuneytisstjórum hafi af tólf núverandi ráðuneytisstjórum voru fluttir í embætti ráðuneytisstjóra án þess að staðan væri auglýst. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa sex af þeim níu sem enn eru ráðuneytisstjórar tekið við embætti án þess að faglegt umsóknarferli færi fram. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greinagerð frumvarpsins þar sem lagabreytingin er rökstudd. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Alþingis hafi ítrekað bent á það í álitum sínum á að viðtekin framkvæmd væri á skjön við lög. Ekki allir sammála Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar embættismaður sem gegndi starfi ríkisendurskoðanda var fluttur yfir til nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis og skipaður þar ráðuneytisstjóri með vísan til flutningsheimildar starfsmannalaga. Jóhann Páll var afar gagnrýninn á ráðninguna sem hann sagði stangast á við meginregluna um þrígreiningu ríkisvalds. Sjá einnig: Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri „Ég gagnrýndi þessa lagaframkvæmd harðlega í þingsal og umboðsmaður Alþingis tók líka málið upp með bréfaskiptum við ráðuneytið þar sem hann minnti á grundvallaratriði um þrígreiningu ríkisvalds og benti á að ríkisendurskoðandi heyrir lagalega undir Alþingi en ekki framkvæmdarvaldið,“ segir Jóhann. Ekki virðist þó vera einróma sátt um að breyta framkvæmdinni. Í kvöldfréttum RÚV í byrjun mánaðarins sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar, að menningar- viðskiptaráðherra hafi farið rétt að við skipun þjóðminjavarðar. Gott sé að hafa heimildina til staðar „út af ýmsum ástæðum,“ eins og hún orðaði það. „Sjaldan meiri hætta á misbeitingu valds en við stöðuveitingar“ Jóhann segir það ævintýralegt að nota heimildina til að flytja embættismenn milli hinna þriggja valdþátta ríkisins. Jóhann hefur lagt fram fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar, bæði um skipun þjóðminjavarðar og um skipun ráðuneytisstjóra. Á meðal þess sem hann spyr um er hvers vegna ráðherrar hafi ákveðið að víkja frá meginreglu starfsmannalaga um auglýsingaskyldu í hverju tilviki fyrir sig og hvers konar rannsókn ráðherrar hafi framkvæmt við undirbúning ákvörðunarinnar. Þá spyr hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort hún telji það æskilega þróun að minnihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður samkvæmt því ferli sem mælt er fyrir um í stjórnarráðslögum og hvers vegna Katrín hafi ekki sett reglur um tilhögun flutnings starfsmanna innan Stjórnarráðsins eins og lög kveða á um að forsætisráðherra geri. Í niðurlagi greinagerðar frumvarpsins er minnst orða Ólafs Jóhannessonar, lagaprófessors og fyrrum forsætisráðherra: „Sjaldan er meiri hætta á misbeiting valds og hlutdrægni heldur en einmitt við stöðuveitingar. Nú á tímum er hið raunverulega veitingarvald oftast nær í höndum pólitískra ráðherra, sem freistast oft til að misnota það til framdráttar flokksmönnum sínum.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Deilur um skipun þjóðminjavarðar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Sjá meira