„Á síðustu metrum Lífskjarasamningsins beinum við sjónum okkar að kjarasamningum og því samhengi sem ríkir á milli reksturs fyrirtækja og svigrúms til launahækkana,“ segir á vef SA um fundinn.
Horfa má á fundinn í beinni útsendinug hér að neðan.
Samkvæmt dagskrá fundarins mun hann standa yfir í eina klukkustund, þar sem ætlunin er að stilla saman strengi fundargesta í aðdraganda kjaraviðræðna sem framundan eru.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er á meðal þeirra sem verður með framsögu. Þá mun Ole Erik Almlid, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Noregi veita innnsýn í kjarasamningslíkan Norðmanna. Þá munu hinir ýmsu atvinnurekendur vera með erindi, í máli og mynd.