NASA og SpaceX vilja lengja líftíma Hubble Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 10:27 Geimfari um borð í geimskutlunni tók þessa mynd af Hubble í maí 2009. NASA Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX hafa gert samkomulag um tilraunaverkefni sem snýr að því að hækka mögulega sporbraut geimsjónaukans Hubble og lengja líftíma hans. Það voru forsvarsmenn SpaceX og Polaris Program sem leituðu til NASA og lögðu til að möguleiki þess að þjónusta Hubble á þennan hátt, og mögulega aðra gervihnetti, yrði rannsakaður. Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira