Bakveikur slökkviliðsmaður á rétt á bótum eftir þrekpróf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2022 10:26 Slökkviliðsmaðurinn á rétt á bótum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi slökkviliðsmaður sem starfaði hjá slökkviliði Isavia á rétt á bótum eftir að hafa orðið fyrir meiðslum er hann þreytti þrekpróf árið 2015 starfs síns vegna. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem dæmdi í máli mannsins gegn Isavia og Verði, tryggingarfélagi Isavia. Þar með sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði sýknað Isavia og tryggingarfélagið af kröfum mannsins á síðasta ári. Málið má rekja til þess að í október 2015 slasaðist slökkviliðsmaðurinn í þrekprófi. Hrasaði hann og féll aftur fyrir sig með áttatíu kílóa æfingabrúðu í fanginu og súrefniskút á bakinu. Lýsti maðurinn því að morgni þrekprófsins hafi prófstjóri komið að sér fyrirvararlaust og sagt að hann skyldi koma og taka þrekpróf. Afleiðingar slyssins urðu þær að slökkviliðsmaðurinn varð óvinnufær og lét skömmu síðar af störfum hjá Isavia. Hann hafði starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið og reglulega farið í þrekpróf. Undanfarin ár hafði hann hins vegar ekki tekið slíkt próf vegna hnémeiðsla. Landsréttur telur ljóst að Isavia hafi ekki fylgt eigin verklagi við framkvæmd þrekprófsins.Vísir/Vilhelm Þá hafði hann frá árinu 2004 glímt við bakmeiðsli. Í dómi Landsréttar er vísað í að samkvæmt reglum Isavia um þrekpróf mega starfsmenn ekki fara í slík próf nema að undangenginni læknisskoðun, og þá innan sex mánaða frá því að hún fór fram. Ekki hægt að útiloka að læknisskoðun hefði leitt í ljós að maðurinn væri ófær um að taka prófið Í dómi Landsréttar segir að við framkvæmd umrædds þrekprófs hafi verið brotið gegn þeirri reglu. Ekki sé hægt að útiloka, miðað við skýrslu heimilislæknis mannsins frá árinu 2015, að komið hefði í ljós við læknisskoðun að slökkviliðsmaðurinn hefði ekki verið fær til að taka prófið vegna mjóbaksverkja. Telur Landsréttur því að Isavia sem vinnuveitandi mannsins að bera hallann af því að hafa verið skyldaður til að taka þrekpróf án þess að ný læknisskoðun færi fram. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins um að bótaskylda Isavia og tryggingarfélags þess væri viðurkennd. Þá þurfa Isavia og tryggingafélagið að greiða manninum þrjár milljónir í málskostnað. Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem dæmdi í máli mannsins gegn Isavia og Verði, tryggingarfélagi Isavia. Þar með sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði sýknað Isavia og tryggingarfélagið af kröfum mannsins á síðasta ári. Málið má rekja til þess að í október 2015 slasaðist slökkviliðsmaðurinn í þrekprófi. Hrasaði hann og féll aftur fyrir sig með áttatíu kílóa æfingabrúðu í fanginu og súrefniskút á bakinu. Lýsti maðurinn því að morgni þrekprófsins hafi prófstjóri komið að sér fyrirvararlaust og sagt að hann skyldi koma og taka þrekpróf. Afleiðingar slyssins urðu þær að slökkviliðsmaðurinn varð óvinnufær og lét skömmu síðar af störfum hjá Isavia. Hann hafði starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið og reglulega farið í þrekpróf. Undanfarin ár hafði hann hins vegar ekki tekið slíkt próf vegna hnémeiðsla. Landsréttur telur ljóst að Isavia hafi ekki fylgt eigin verklagi við framkvæmd þrekprófsins.Vísir/Vilhelm Þá hafði hann frá árinu 2004 glímt við bakmeiðsli. Í dómi Landsréttar er vísað í að samkvæmt reglum Isavia um þrekpróf mega starfsmenn ekki fara í slík próf nema að undangenginni læknisskoðun, og þá innan sex mánaða frá því að hún fór fram. Ekki hægt að útiloka að læknisskoðun hefði leitt í ljós að maðurinn væri ófær um að taka prófið Í dómi Landsréttar segir að við framkvæmd umrædds þrekprófs hafi verið brotið gegn þeirri reglu. Ekki sé hægt að útiloka, miðað við skýrslu heimilislæknis mannsins frá árinu 2015, að komið hefði í ljós við læknisskoðun að slökkviliðsmaðurinn hefði ekki verið fær til að taka prófið vegna mjóbaksverkja. Telur Landsréttur því að Isavia sem vinnuveitandi mannsins að bera hallann af því að hafa verið skyldaður til að taka þrekpróf án þess að ný læknisskoðun færi fram. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins um að bótaskylda Isavia og tryggingarfélags þess væri viðurkennd. Þá þurfa Isavia og tryggingafélagið að greiða manninum þrjár milljónir í málskostnað.
Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira