Getur ekki séð að áhætta fylgi rafbyssunotkun lögreglu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. september 2022 13:57 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segist treysta lögreglu til þess að nota rafbyssur af ábyrgð. Hann segir aukna hörku kalla á betri varnir lögregluþjóna. Til skoðunar er að útvega lögreglu rafbyssur og segist Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gera ráð fyrir að það verði í fyrstu nokkurs konar tilraunaverkefni á meðan lögregla „fetar sig inn í þann raunveruleika.“ Hann segir reynslu annarra þjóða til sérstakrar skoðunar og telur ljóst að rafbyssur séu til þess fallnar að draga úr slysum meðal lögreglumanna. „Við sjáum það á útköllum sérsveitarinnar, þar sem vopn koma við sögu, að þeim hefur fjölgað allt of mikið,“ segir Jón. „Við megum aldrei gleyma þvi að lögreglumenn eru bara fólk eins og við, sem eiga sína fjölskyldu, sem vill fá sitt fólk heilt heim. Það hefur verið of mikið um meiðsli hjá lögreglumönnum við störf og menn eru að tapa mörgum vinnustundum. Þetta er skref sem hefur verið talið hógvært en er til þess fallið að styrkja varnir lögreglunnar,“ segir Jón aðspurður um þörfina fyrir rafbyssur. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að styrkja varnir lögregluþjóna.Vísir/Vilhelm Telurðu að einhver áhætta fylgi þessu? „Ég hef nú fengið kynningar á þessu hjá þeim sem betur þekkja til og ég get ekki séð að það fylgi þessu áhætta. Almennt sýna þau gögn sem ég hef séð að reynslan af þessu er mjög góð þar sem þetta hefur verið notað. Þá er ég að vitna til okkar svæðis og lögregluyfirvalda á Norðurlöndum.“ Hefurðu ekki áhyggjur af því að of mikilli hörku verði beitt? „Ég treysti lögreglu alveg til þess að vera með mjög skýrar verklagsreglur um þetta og nú eru menn komnir með búkmyndavélar þar sem er hægt að fá upplýsingar ef ágreiningsmál koma upp. Ég treysti lögreglunni til þess að stíga þetta skref af festu og ábyrgð.“ Jón segir ekki liggja fyrir hvenær rafbyssur verða teknar í notkun. Nokkur kostnaður fylgi kaupunum og eftir eigi að skoða hvernig það passi inn í rekstur lögreglunnar. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Til skoðunar er að útvega lögreglu rafbyssur og segist Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gera ráð fyrir að það verði í fyrstu nokkurs konar tilraunaverkefni á meðan lögregla „fetar sig inn í þann raunveruleika.“ Hann segir reynslu annarra þjóða til sérstakrar skoðunar og telur ljóst að rafbyssur séu til þess fallnar að draga úr slysum meðal lögreglumanna. „Við sjáum það á útköllum sérsveitarinnar, þar sem vopn koma við sögu, að þeim hefur fjölgað allt of mikið,“ segir Jón. „Við megum aldrei gleyma þvi að lögreglumenn eru bara fólk eins og við, sem eiga sína fjölskyldu, sem vill fá sitt fólk heilt heim. Það hefur verið of mikið um meiðsli hjá lögreglumönnum við störf og menn eru að tapa mörgum vinnustundum. Þetta er skref sem hefur verið talið hógvært en er til þess fallið að styrkja varnir lögreglunnar,“ segir Jón aðspurður um þörfina fyrir rafbyssur. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að styrkja varnir lögregluþjóna.Vísir/Vilhelm Telurðu að einhver áhætta fylgi þessu? „Ég hef nú fengið kynningar á þessu hjá þeim sem betur þekkja til og ég get ekki séð að það fylgi þessu áhætta. Almennt sýna þau gögn sem ég hef séð að reynslan af þessu er mjög góð þar sem þetta hefur verið notað. Þá er ég að vitna til okkar svæðis og lögregluyfirvalda á Norðurlöndum.“ Hefurðu ekki áhyggjur af því að of mikilli hörku verði beitt? „Ég treysti lögreglu alveg til þess að vera með mjög skýrar verklagsreglur um þetta og nú eru menn komnir með búkmyndavélar þar sem er hægt að fá upplýsingar ef ágreiningsmál koma upp. Ég treysti lögreglunni til þess að stíga þetta skref af festu og ábyrgð.“ Jón segir ekki liggja fyrir hvenær rafbyssur verða teknar í notkun. Nokkur kostnaður fylgi kaupunum og eftir eigi að skoða hvernig það passi inn í rekstur lögreglunnar.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira