Getur ekki séð að áhætta fylgi rafbyssunotkun lögreglu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. september 2022 13:57 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segist treysta lögreglu til þess að nota rafbyssur af ábyrgð. Hann segir aukna hörku kalla á betri varnir lögregluþjóna. Til skoðunar er að útvega lögreglu rafbyssur og segist Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gera ráð fyrir að það verði í fyrstu nokkurs konar tilraunaverkefni á meðan lögregla „fetar sig inn í þann raunveruleika.“ Hann segir reynslu annarra þjóða til sérstakrar skoðunar og telur ljóst að rafbyssur séu til þess fallnar að draga úr slysum meðal lögreglumanna. „Við sjáum það á útköllum sérsveitarinnar, þar sem vopn koma við sögu, að þeim hefur fjölgað allt of mikið,“ segir Jón. „Við megum aldrei gleyma þvi að lögreglumenn eru bara fólk eins og við, sem eiga sína fjölskyldu, sem vill fá sitt fólk heilt heim. Það hefur verið of mikið um meiðsli hjá lögreglumönnum við störf og menn eru að tapa mörgum vinnustundum. Þetta er skref sem hefur verið talið hógvært en er til þess fallið að styrkja varnir lögreglunnar,“ segir Jón aðspurður um þörfina fyrir rafbyssur. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að styrkja varnir lögregluþjóna.Vísir/Vilhelm Telurðu að einhver áhætta fylgi þessu? „Ég hef nú fengið kynningar á þessu hjá þeim sem betur þekkja til og ég get ekki séð að það fylgi þessu áhætta. Almennt sýna þau gögn sem ég hef séð að reynslan af þessu er mjög góð þar sem þetta hefur verið notað. Þá er ég að vitna til okkar svæðis og lögregluyfirvalda á Norðurlöndum.“ Hefurðu ekki áhyggjur af því að of mikilli hörku verði beitt? „Ég treysti lögreglu alveg til þess að vera með mjög skýrar verklagsreglur um þetta og nú eru menn komnir með búkmyndavélar þar sem er hægt að fá upplýsingar ef ágreiningsmál koma upp. Ég treysti lögreglunni til þess að stíga þetta skref af festu og ábyrgð.“ Jón segir ekki liggja fyrir hvenær rafbyssur verða teknar í notkun. Nokkur kostnaður fylgi kaupunum og eftir eigi að skoða hvernig það passi inn í rekstur lögreglunnar. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Til skoðunar er að útvega lögreglu rafbyssur og segist Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gera ráð fyrir að það verði í fyrstu nokkurs konar tilraunaverkefni á meðan lögregla „fetar sig inn í þann raunveruleika.“ Hann segir reynslu annarra þjóða til sérstakrar skoðunar og telur ljóst að rafbyssur séu til þess fallnar að draga úr slysum meðal lögreglumanna. „Við sjáum það á útköllum sérsveitarinnar, þar sem vopn koma við sögu, að þeim hefur fjölgað allt of mikið,“ segir Jón. „Við megum aldrei gleyma þvi að lögreglumenn eru bara fólk eins og við, sem eiga sína fjölskyldu, sem vill fá sitt fólk heilt heim. Það hefur verið of mikið um meiðsli hjá lögreglumönnum við störf og menn eru að tapa mörgum vinnustundum. Þetta er skref sem hefur verið talið hógvært en er til þess fallið að styrkja varnir lögreglunnar,“ segir Jón aðspurður um þörfina fyrir rafbyssur. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að styrkja varnir lögregluþjóna.Vísir/Vilhelm Telurðu að einhver áhætta fylgi þessu? „Ég hef nú fengið kynningar á þessu hjá þeim sem betur þekkja til og ég get ekki séð að það fylgi þessu áhætta. Almennt sýna þau gögn sem ég hef séð að reynslan af þessu er mjög góð þar sem þetta hefur verið notað. Þá er ég að vitna til okkar svæðis og lögregluyfirvalda á Norðurlöndum.“ Hefurðu ekki áhyggjur af því að of mikilli hörku verði beitt? „Ég treysti lögreglu alveg til þess að vera með mjög skýrar verklagsreglur um þetta og nú eru menn komnir með búkmyndavélar þar sem er hægt að fá upplýsingar ef ágreiningsmál koma upp. Ég treysti lögreglunni til þess að stíga þetta skref af festu og ábyrgð.“ Jón segir ekki liggja fyrir hvenær rafbyssur verða teknar í notkun. Nokkur kostnaður fylgi kaupunum og eftir eigi að skoða hvernig það passi inn í rekstur lögreglunnar.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira