Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2022 20:01 Forsætisráðherra segir einkaaðila víða hafa markað sér svæði fyrir vindorkuver víða. Þau mál sé ekki hægt að ræða af viti fyrr en stjórnvöld hafi markað stefnu í þeim málum. Stöð 2/Arnar Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði því í nýlegri stefnuræðu á Alþingi að orkufyrirtæki í eigu ríkisins hefðu ekki verið seld. Það væri mikilvægt að þessir innviðir væru í eigu ríkisins. Þegar kemur að virkjun vindsins virðast lögmál villta vestursins hins vegar eiga að ráða. Katrín Jakobsdóttir segir starfshóp eiga að skila stjórnvöldum tillögum að stefnu í vindorkuverum upp úr næstu áramótum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki skrýtið að fólk upplifi það,“ segir Katrín. „Hér eru fjöldamargir aðilar sem hafa verið að merkja sér svæði með áætlanir um að reisa vindmyllur. En ég hlýt að minna á það í þessu sambandi að eins og lögin hafa verið túlkuð hingað til er eðlilegt að stærri vindorkuver, yfir 10 megavöttum, fari í gegnum ferli rammaáætlunar,“ segir forsætisráðherra. Stjórnvöld væru hins vegar að móta stefnu og sérstaka löggjöf um vindorku, vindmyllur á landi og hafi. „Þangað til hún liggur fyrir myndi ég telja að það sé óraunhæft að fara að tala um þessi mál af neinu viti,“ segir Katrín. Frumvarp fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra um þau mál þar sem lögð hafi verið til ákveðin svæðaskipting hafi ekki náð fram að ganga. Forsætisráðherra telur að Íslendingar vilji ekki að vindmyllur rísi hvar sem er. Nauðsynlegt sé að setja regluverk um vindorkuver.Stöð 2/Arnar „Því ég held að ef íslenskur almenningur yrði spurður að þá séu flest sammála um það að við viljum ekki vindmyllur alls staðar. Við viljum hafa skipulag á þessum málum og það liggi skýrt fyrir hvar við sjáum þetta fyrir okkur og hvar ekki,“segir forsætisráðherra. Tillögur starfshóps ættu að liggja fyrir upp úr áramótum þannig að frumvarp gæti komið fram á vorþingi. Þá væri ekki sjálfgefið að hver sem væri gæti hagnast á því að virkja vindinn gjaldfrítt. Norðmenn hafi nýlega kynnt verulega auðlindarentu af vindorkuverum. „Og ég held aðvið ættum einmitt að líta til Noregs og læra af því sem þar hefur verið gert vel. En líka af þeim mistökum sem þar hafa verið gerð.“ Er sjálfsagt mál aðhver sem er geti reist vindmyllugarða til aðselja almenningi rafmagn? „Ég held alla vega að undirstaðan í orkuframleiðslu á Íslandi; það er eðlilegt að hún sé í höndum almennings. En við erum auðvitað síðan með einkarekin fyrirtæki í orkuframleiðslu. Þá skiptir máli að það séu skýrar leikreglur um hvernig eigi að meta slíka kosti,“segir Katrín Jakobsdóttir. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hið opinbera klekkir á einkaaðilum Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda. 29. september 2022 10:01 Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. 22. apríl 2022 11:09 Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. 22. júlí 2021 22:22 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði því í nýlegri stefnuræðu á Alþingi að orkufyrirtæki í eigu ríkisins hefðu ekki verið seld. Það væri mikilvægt að þessir innviðir væru í eigu ríkisins. Þegar kemur að virkjun vindsins virðast lögmál villta vestursins hins vegar eiga að ráða. Katrín Jakobsdóttir segir starfshóp eiga að skila stjórnvöldum tillögum að stefnu í vindorkuverum upp úr næstu áramótum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki skrýtið að fólk upplifi það,“ segir Katrín. „Hér eru fjöldamargir aðilar sem hafa verið að merkja sér svæði með áætlanir um að reisa vindmyllur. En ég hlýt að minna á það í þessu sambandi að eins og lögin hafa verið túlkuð hingað til er eðlilegt að stærri vindorkuver, yfir 10 megavöttum, fari í gegnum ferli rammaáætlunar,“ segir forsætisráðherra. Stjórnvöld væru hins vegar að móta stefnu og sérstaka löggjöf um vindorku, vindmyllur á landi og hafi. „Þangað til hún liggur fyrir myndi ég telja að það sé óraunhæft að fara að tala um þessi mál af neinu viti,“ segir Katrín. Frumvarp fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra um þau mál þar sem lögð hafi verið til ákveðin svæðaskipting hafi ekki náð fram að ganga. Forsætisráðherra telur að Íslendingar vilji ekki að vindmyllur rísi hvar sem er. Nauðsynlegt sé að setja regluverk um vindorkuver.Stöð 2/Arnar „Því ég held að ef íslenskur almenningur yrði spurður að þá séu flest sammála um það að við viljum ekki vindmyllur alls staðar. Við viljum hafa skipulag á þessum málum og það liggi skýrt fyrir hvar við sjáum þetta fyrir okkur og hvar ekki,“segir forsætisráðherra. Tillögur starfshóps ættu að liggja fyrir upp úr áramótum þannig að frumvarp gæti komið fram á vorþingi. Þá væri ekki sjálfgefið að hver sem væri gæti hagnast á því að virkja vindinn gjaldfrítt. Norðmenn hafi nýlega kynnt verulega auðlindarentu af vindorkuverum. „Og ég held aðvið ættum einmitt að líta til Noregs og læra af því sem þar hefur verið gert vel. En líka af þeim mistökum sem þar hafa verið gerð.“ Er sjálfsagt mál aðhver sem er geti reist vindmyllugarða til aðselja almenningi rafmagn? „Ég held alla vega að undirstaðan í orkuframleiðslu á Íslandi; það er eðlilegt að hún sé í höndum almennings. En við erum auðvitað síðan með einkarekin fyrirtæki í orkuframleiðslu. Þá skiptir máli að það séu skýrar leikreglur um hvernig eigi að meta slíka kosti,“segir Katrín Jakobsdóttir.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hið opinbera klekkir á einkaaðilum Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda. 29. september 2022 10:01 Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. 22. apríl 2022 11:09 Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. 22. júlí 2021 22:22 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Hið opinbera klekkir á einkaaðilum Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda. 29. september 2022 10:01
Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. 22. apríl 2022 11:09
Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. 22. júlí 2021 22:22
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03