Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 08:00 Max Verstappen getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð, og sinn annan á ferlinum, ef allt gengur upp hjá kappanum um helgina. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira