Eldsneytisleysið í gær gæti seinkað heimsmeistaratitlinum í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 10:30 Max Verstappen gæti þurft að bíða þolinmóður eftir sínum öðrum heimsmeistaratitli. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, gæti þurft að bíða örlítið lengur eftir sínum öðrum heimsmeistaratitli í íþróttinni eftir að Red Bull bíll hans var orðinn lár á eldsneyti undir lok tímatökunnar í Singapúr í gær. Tímatökur gærdagsins voru æsispennandi á votu malbikinu í Singapúr þer sem liðin og ökumenn þeirra áttu erfitt með að átta sig á hverskonar dekk væri best að nota. Eftir því sem leið á tímatökurnar þornaði brautin jafnt og þétt og þegar komið var að þriðja og seinasta hlutanum keyrðu nánast allir á mjúkum, þurrum dekkjum. Vætan hafði þó sett strik í reikninginn fyrir lið á borð við Mercedes, en George Russell komst ekki í gegnum annan hlutann og ræsir því ellefti í dag. Þegar þriðji og seinasti hlutinn hófst þornaði brautin hratt og ökumennirnir tíu sem eftir voru bættu tíma hvers annars hvað eftir annað. Charles Leclerc kom í mark á sínum seinasta tímatökuhring hraðari en nokkur annar á tímanum 1:49,412. Heimsmeistarinn Max Verstappen var þó enn í brautinni og leit út fyrir að hann myndi ræna ráspólnum af Ferrari-ökumanninum. Liðsmenn Red Bull kölluðu heimsmeistarann þó inn á þjónustusvæðið á seinustu stundu áður en Verstappen gat klárað hringinn. Ástæðan fyrir því var sú að lítið eldsneyti var eftir á bílnum og samkvæmt reglum Formúlunnar mega ökumenn ekki klára tímatökur nema vera með ákveðið magn af eldsneyti eftir. Ef þeim reglum er ekki fylgt þurfa ökumennirnir að taka út refsingu og ræsa aftastir. Heimsmeistarinn Max Verstappen mun því ræsa áttundi þegar kappaksturinn í Singapúr fer fram síðar í dag. Á jafn þröngri götubraut og Singapúr býður upp á verður erfitt fyrir Hollendinginn að vinna sig upp listann og því þarf hans annar heimsmeistaratitill líklega að bíða betri tíma. Til að Verstappen tryggi sér heimsmeistaratitilinn í dag þarf hann að koma fyrstur í mark, fá aukastig fyrir hraðasta hringinn og treysta því að maðurinn á ráspól, Charles Leclerc, lendi ekki ofar en í níunda sæti. Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. 1. október 2022 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Tímatökur gærdagsins voru æsispennandi á votu malbikinu í Singapúr þer sem liðin og ökumenn þeirra áttu erfitt með að átta sig á hverskonar dekk væri best að nota. Eftir því sem leið á tímatökurnar þornaði brautin jafnt og þétt og þegar komið var að þriðja og seinasta hlutanum keyrðu nánast allir á mjúkum, þurrum dekkjum. Vætan hafði þó sett strik í reikninginn fyrir lið á borð við Mercedes, en George Russell komst ekki í gegnum annan hlutann og ræsir því ellefti í dag. Þegar þriðji og seinasti hlutinn hófst þornaði brautin hratt og ökumennirnir tíu sem eftir voru bættu tíma hvers annars hvað eftir annað. Charles Leclerc kom í mark á sínum seinasta tímatökuhring hraðari en nokkur annar á tímanum 1:49,412. Heimsmeistarinn Max Verstappen var þó enn í brautinni og leit út fyrir að hann myndi ræna ráspólnum af Ferrari-ökumanninum. Liðsmenn Red Bull kölluðu heimsmeistarann þó inn á þjónustusvæðið á seinustu stundu áður en Verstappen gat klárað hringinn. Ástæðan fyrir því var sú að lítið eldsneyti var eftir á bílnum og samkvæmt reglum Formúlunnar mega ökumenn ekki klára tímatökur nema vera með ákveðið magn af eldsneyti eftir. Ef þeim reglum er ekki fylgt þurfa ökumennirnir að taka út refsingu og ræsa aftastir. Heimsmeistarinn Max Verstappen mun því ræsa áttundi þegar kappaksturinn í Singapúr fer fram síðar í dag. Á jafn þröngri götubraut og Singapúr býður upp á verður erfitt fyrir Hollendinginn að vinna sig upp listann og því þarf hans annar heimsmeistaratitill líklega að bíða betri tíma. Til að Verstappen tryggi sér heimsmeistaratitilinn í dag þarf hann að koma fyrstur í mark, fá aukastig fyrir hraðasta hringinn og treysta því að maðurinn á ráspól, Charles Leclerc, lendi ekki ofar en í níunda sæti.
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. 1. október 2022 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. 1. október 2022 08:00
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti