Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Snorri Másson skrifar 2. október 2022 20:01 Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Leikskólinn opnaði í gömlu húsnæði verslunarinnar Adams og Evu um miðjan ágúst. Hann var aðallega hugsaður fyrir 3-6 ára, en mun yngri börn hafa innritast, þannig að rými fyrir tveggja ára eru tómleg og hafa þurft að vera sett saman í skyndi. Á sama hátt er það sýnt í innslaginu hér að ofan að ljósrofar sumir eru ekki komnir í gagnið og skólalóðin er enn ekki nothæf fyrir yngstu hópana. Þrátt fyrir þetta er um að ræða verðlaunabyggingu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á samfélagsmiðlum að Brákarborg hefði hlotið umhverfisverðlaun fyrir umhverfisvæna endurbyggingu á svæðinu. Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. "Aldrei hætta að þora!" https://t.co/8d6pYbYSaC— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 1, 2022 Þau verðlaun heita Græna skóflan og eru veitt af Grænni byggð, félagasamtökum sem Reykjavíkurborg er sjálf stofnaðili að. Framkvæmdastjóri Grænni byggðar hefur sagt í viðtali að verðlaunin séu veitt fyrir þætti eins og kolefnisspor og vistvæn byggingarefni en líka þætti eins og að „fólki líði vel í mannvirkinu.“ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri segir: „Þetta húsnæði sem við fengum hérna er náttúrulega stórkostlegt en það verður ekki stórkostlegt fyrr en allt er komið á sinn stað. Það er ekki nóg að koma húsnæðinu fyrir og henda einhverri starfsemi þarna inn. Við þurfum náttúrulega að hafa tíma til að aðlagast. “ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri Brákarborgar vill helst að framkvæmdir klárist strax.Vísir Kennarar leikskólans gagnrýna einmitt að þann tíma hafi þeir ekki fengið. Iðnaðarmenn við störf allan daginn „Ástandið er þannig að við erum hérna með góðan hóp af iðnaðarmönnum allan daginn inn og út. Við höfum verið í aðlögun bæði með nýtt starfsfólk og ung börn. Hérna eru iðnaðarmenn að trufla og koma í þær aðstæður reglulega sem veldur því að börnin og starfsfólk nær ekki að aðlagast sínum aðstæðum almennilega,“ segir Sólrún. En af hverju er þá verið að opna í ágúst? Hvað gerist þar? „Það sem gerist er bara í fyrsta lagi að húsið átti að vera löngu tilbúið,“ segir Sólrún en sú var ekki raunin. Samt þurfti að byrja að nota húsið, þar sem gamla húsnæði Brákarborgar þurfti að fara til annars leikskóla sem hafði lent í myglu. Það setti þrýsting á að flytja fyrr inn í húsið. „Við erum búin að vera í samtali bæði við Vinnueftirlitið og heilbrigðiseftirlitið í þessu máli. Þar er horft til þess að þetta hafi átt að vera tímabundið ástand. Það ástand hefur náttúrulega lengst. Við höfum áhyggjur af langvarandi þreytu allra aðila,“ segir Sólrún. Áður Adam og Eva, nú leikskólinn Brákarborg.Vísir Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Leikskólinn opnaði í gömlu húsnæði verslunarinnar Adams og Evu um miðjan ágúst. Hann var aðallega hugsaður fyrir 3-6 ára, en mun yngri börn hafa innritast, þannig að rými fyrir tveggja ára eru tómleg og hafa þurft að vera sett saman í skyndi. Á sama hátt er það sýnt í innslaginu hér að ofan að ljósrofar sumir eru ekki komnir í gagnið og skólalóðin er enn ekki nothæf fyrir yngstu hópana. Þrátt fyrir þetta er um að ræða verðlaunabyggingu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á samfélagsmiðlum að Brákarborg hefði hlotið umhverfisverðlaun fyrir umhverfisvæna endurbyggingu á svæðinu. Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. "Aldrei hætta að þora!" https://t.co/8d6pYbYSaC— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 1, 2022 Þau verðlaun heita Græna skóflan og eru veitt af Grænni byggð, félagasamtökum sem Reykjavíkurborg er sjálf stofnaðili að. Framkvæmdastjóri Grænni byggðar hefur sagt í viðtali að verðlaunin séu veitt fyrir þætti eins og kolefnisspor og vistvæn byggingarefni en líka þætti eins og að „fólki líði vel í mannvirkinu.“ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri segir: „Þetta húsnæði sem við fengum hérna er náttúrulega stórkostlegt en það verður ekki stórkostlegt fyrr en allt er komið á sinn stað. Það er ekki nóg að koma húsnæðinu fyrir og henda einhverri starfsemi þarna inn. Við þurfum náttúrulega að hafa tíma til að aðlagast. “ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri Brákarborgar vill helst að framkvæmdir klárist strax.Vísir Kennarar leikskólans gagnrýna einmitt að þann tíma hafi þeir ekki fengið. Iðnaðarmenn við störf allan daginn „Ástandið er þannig að við erum hérna með góðan hóp af iðnaðarmönnum allan daginn inn og út. Við höfum verið í aðlögun bæði með nýtt starfsfólk og ung börn. Hérna eru iðnaðarmenn að trufla og koma í þær aðstæður reglulega sem veldur því að börnin og starfsfólk nær ekki að aðlagast sínum aðstæðum almennilega,“ segir Sólrún. En af hverju er þá verið að opna í ágúst? Hvað gerist þar? „Það sem gerist er bara í fyrsta lagi að húsið átti að vera löngu tilbúið,“ segir Sólrún en sú var ekki raunin. Samt þurfti að byrja að nota húsið, þar sem gamla húsnæði Brákarborgar þurfti að fara til annars leikskóla sem hafði lent í myglu. Það setti þrýsting á að flytja fyrr inn í húsið. „Við erum búin að vera í samtali bæði við Vinnueftirlitið og heilbrigðiseftirlitið í þessu máli. Þar er horft til þess að þetta hafi átt að vera tímabundið ástand. Það ástand hefur náttúrulega lengst. Við höfum áhyggjur af langvarandi þreytu allra aðila,“ segir Sólrún. Áður Adam og Eva, nú leikskólinn Brákarborg.Vísir
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00