Heyrir einhver til mín? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 3. október 2022 22:00 Fyrir ekki svo löngu síðan var ill meðferð á börnum á vöggustofum uppúr miðri síðustu öld afhjúpuð í fjölmiðlum og, eðlilega, krafist rannsóknar og yfirbóta. Þar áður voru það barnaheimilismálin alræmdu og þá hefur þjóðin stundum verið á innsoginu yfir fréttum af sláandi atvikum í skólum og leikskólum landsins, enda krefjumst við þess sem velferðarþjóð að vel sé komið fram við, og hugsað um börnin okkar því þau geta ekki varið sig eða séð um sig sjálf. En hvað myndi fólk segja ef það frétti af því að nú, árið 2022, væru börn á stofnunum látin liggja í rúmi í allt upp í klukkutíma áður en þeim er hjálpað á salerni eða klædd í föt? Eða að börn mæti ítrekað í skólann í óhreinum fötum, gangi jafnvel í sömu fötunum í marga daga, ótannburstuð og ógreidd, með tilheyrandi líkamslykt? Hvað finnst ykkur um að barn sem á erfitt með hreyfingar sé látið afskipt á matartímum, hipsum haps hvort maturinn er bitaður niður eða barninu hjálpað við að lyfta gaffli eða skeið, og borði því aldrei nægju sína? Hvað með börnin sem eru látin sitja á óþægilegum stól við matarborðið upp í tvo tíma eftir að borðið er hreinsað, vegna þess að þau komast ekki sjálf frá borðinu? Jafnvel látin dotta þar í dágóða stund, meðan starfsfólkið situr skammt frá á spjalli eða í símunum sínum? Hafið þið heyrt af börnum sem fá ekki nægilega mikinn vökva og eru því alltaf með þurra, flagnandi húð með tilheyrandi kláða,eða bjúg og almennt slen? Og vissuð þið að ef stofnunin sem hýsir börnin ákveður að skipta um lyf eða aðra meðferð hjá barninu, lætur hún nánustu aðstandendur ekki nærri alltaf vita, og að starfsfólk kynnir sér ekki endilega sjúkrasögu viðkomandi barns og getur því ekki aðlagað umönnun sína að því? Þannig veit ég um barn sem rifbeinsbrotnaði í umsjá stofnunarinnar, en þremur dögum síðar var drifið í sturtu af starfsmanni sem hafði ekki hugmynd um það, sýndi enga aðgætni og ómálga barnið gat ekki látið vita þegar það kenndi til. Eruð þið ekki orðin hneyksluð? Alveg á innsoginu? Fingurnir titrandi því þið ætlið að henda í einn kjarnyrtan Facebook status og deila þessari grein með frösum eins og „SKYLDULESNING“ eða „HEYR HEYR“? Breytir það einhverju þótt ég hafi ekki verið að segja aaaalveg satt, þar sem ekki er um börn að ræða heldur gamalt fólk? Að öðru leyti er allt hér að ofantöldu dagsatt, og fleiri sláandi sögur til, ég læt bara duga það sem snýr að móður minni sem er bæði öldruð og með heilabilun. Hún fékk pláss á einu fínasta hjúkrunarheimili landsins þar sem húsakynnin eru hin glæsilegustu og aðstaðan til fyrirmyndar en eitthvað vantar upp á gæðaeftirlitið í starfinu sjálfu. Þar er bæði undirmannað og mikið róterí á almennu starfsfólki og þau sem eru ráðin virðast ekki fá mikla þjálfun og sum virðast ekki hafa til að bera það sem þarf til að starfa við umönnun. Það liggur nefnilega ekki vel fyrir öllum og því mikilvægt í ráðningarferlinu að sía inn gott fólk með þroska og innsæi sem sýnir af sér umhyggju og sjálfstæða hugsun. Það þarf einnig að fá almennilega fræðslu og þjálfun um helstu sjúkdóma og einkenni hjá öldruðum og heilabiluðum, hvers sé krafist af þeim og að þau séu ekki yfirkeyrð af vaktavinnu á svo stuttum tíma og lélegum launum að þau gefist upp eftir örfáar vikur. Það er nefnilega ekki gott fyrir umhverfi aldraðra og heilabilaðra að þurfa alltaf að vera að læra ný nöfn og sjá sjaldan kunnugleg andlit. Eins þarf starfsfólk að fá tíma til að kynnast og læra inn á hvern einstakling. Þetta er fólkið sem við treystum til þess að hugsa um foreldra okkar, afa og ömmur, frænkur og frændur. Það er alveg jafnmikilvægt að hlúa vel að þeim hópi og börnum, eini munurinn á þeim er sá að aldraðir og heilabilaðir geta ekki látið heyra í sér síðar meir, þau geta ekki afhjúpað slæma meðferð eftir nokkra áratugi með tilheyrandi fjölmiðlafári og munu ekki krefjast sanngirnisbóta. En þau hafa stritað og borgað skatta og gjöld öll sín fullorðinsár, þau treystu því alla ævi að velferðarsamfélagið á Íslandi myndi sinna þeim almennilega á efri árum og að þau fengju mannúðlega umönnun ef að heilsan bilaði. Þau treystu því að þeim yrði sýnd virðing um leið og þeim yrði þakkað fyrir framlag sitt til samfélagsins, að við sem yngri erum myndum gæta að hag þeirra þegar þau yrðu ófær um það sjálf, að við hin myndum ljá þeim rödd þegar þeirra rödd brysti. Hér er mín rödd, er ég að hrópa úti í auðninni? Heyrir einhver? Getum við virkilega ekki gert betur? Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir heilabilaðrar konu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu síðan var ill meðferð á börnum á vöggustofum uppúr miðri síðustu öld afhjúpuð í fjölmiðlum og, eðlilega, krafist rannsóknar og yfirbóta. Þar áður voru það barnaheimilismálin alræmdu og þá hefur þjóðin stundum verið á innsoginu yfir fréttum af sláandi atvikum í skólum og leikskólum landsins, enda krefjumst við þess sem velferðarþjóð að vel sé komið fram við, og hugsað um börnin okkar því þau geta ekki varið sig eða séð um sig sjálf. En hvað myndi fólk segja ef það frétti af því að nú, árið 2022, væru börn á stofnunum látin liggja í rúmi í allt upp í klukkutíma áður en þeim er hjálpað á salerni eða klædd í föt? Eða að börn mæti ítrekað í skólann í óhreinum fötum, gangi jafnvel í sömu fötunum í marga daga, ótannburstuð og ógreidd, með tilheyrandi líkamslykt? Hvað finnst ykkur um að barn sem á erfitt með hreyfingar sé látið afskipt á matartímum, hipsum haps hvort maturinn er bitaður niður eða barninu hjálpað við að lyfta gaffli eða skeið, og borði því aldrei nægju sína? Hvað með börnin sem eru látin sitja á óþægilegum stól við matarborðið upp í tvo tíma eftir að borðið er hreinsað, vegna þess að þau komast ekki sjálf frá borðinu? Jafnvel látin dotta þar í dágóða stund, meðan starfsfólkið situr skammt frá á spjalli eða í símunum sínum? Hafið þið heyrt af börnum sem fá ekki nægilega mikinn vökva og eru því alltaf með þurra, flagnandi húð með tilheyrandi kláða,eða bjúg og almennt slen? Og vissuð þið að ef stofnunin sem hýsir börnin ákveður að skipta um lyf eða aðra meðferð hjá barninu, lætur hún nánustu aðstandendur ekki nærri alltaf vita, og að starfsfólk kynnir sér ekki endilega sjúkrasögu viðkomandi barns og getur því ekki aðlagað umönnun sína að því? Þannig veit ég um barn sem rifbeinsbrotnaði í umsjá stofnunarinnar, en þremur dögum síðar var drifið í sturtu af starfsmanni sem hafði ekki hugmynd um það, sýndi enga aðgætni og ómálga barnið gat ekki látið vita þegar það kenndi til. Eruð þið ekki orðin hneyksluð? Alveg á innsoginu? Fingurnir titrandi því þið ætlið að henda í einn kjarnyrtan Facebook status og deila þessari grein með frösum eins og „SKYLDULESNING“ eða „HEYR HEYR“? Breytir það einhverju þótt ég hafi ekki verið að segja aaaalveg satt, þar sem ekki er um börn að ræða heldur gamalt fólk? Að öðru leyti er allt hér að ofantöldu dagsatt, og fleiri sláandi sögur til, ég læt bara duga það sem snýr að móður minni sem er bæði öldruð og með heilabilun. Hún fékk pláss á einu fínasta hjúkrunarheimili landsins þar sem húsakynnin eru hin glæsilegustu og aðstaðan til fyrirmyndar en eitthvað vantar upp á gæðaeftirlitið í starfinu sjálfu. Þar er bæði undirmannað og mikið róterí á almennu starfsfólki og þau sem eru ráðin virðast ekki fá mikla þjálfun og sum virðast ekki hafa til að bera það sem þarf til að starfa við umönnun. Það liggur nefnilega ekki vel fyrir öllum og því mikilvægt í ráðningarferlinu að sía inn gott fólk með þroska og innsæi sem sýnir af sér umhyggju og sjálfstæða hugsun. Það þarf einnig að fá almennilega fræðslu og þjálfun um helstu sjúkdóma og einkenni hjá öldruðum og heilabiluðum, hvers sé krafist af þeim og að þau séu ekki yfirkeyrð af vaktavinnu á svo stuttum tíma og lélegum launum að þau gefist upp eftir örfáar vikur. Það er nefnilega ekki gott fyrir umhverfi aldraðra og heilabilaðra að þurfa alltaf að vera að læra ný nöfn og sjá sjaldan kunnugleg andlit. Eins þarf starfsfólk að fá tíma til að kynnast og læra inn á hvern einstakling. Þetta er fólkið sem við treystum til þess að hugsa um foreldra okkar, afa og ömmur, frænkur og frændur. Það er alveg jafnmikilvægt að hlúa vel að þeim hópi og börnum, eini munurinn á þeim er sá að aldraðir og heilabilaðir geta ekki látið heyra í sér síðar meir, þau geta ekki afhjúpað slæma meðferð eftir nokkra áratugi með tilheyrandi fjölmiðlafári og munu ekki krefjast sanngirnisbóta. En þau hafa stritað og borgað skatta og gjöld öll sín fullorðinsár, þau treystu því alla ævi að velferðarsamfélagið á Íslandi myndi sinna þeim almennilega á efri árum og að þau fengju mannúðlega umönnun ef að heilsan bilaði. Þau treystu því að þeim yrði sýnd virðing um leið og þeim yrði þakkað fyrir framlag sitt til samfélagsins, að við sem yngri erum myndum gæta að hag þeirra þegar þau yrðu ófær um það sjálf, að við hin myndum ljá þeim rödd þegar þeirra rödd brysti. Hér er mín rödd, er ég að hrópa úti í auðninni? Heyrir einhver? Getum við virkilega ekki gert betur? Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir heilabilaðrar konu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun