Aðalsjokkið fyrir utan dauðsfallið að átta sig ekki á andlegum veikindum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2022 10:31 Kristján hefur slegið í gegn með Hlaðvarpið Jákastið. Kristján Hafþórsson er tveggja barna faðir og eiginmaður sem ákvað fljótlega eftir að faðir hans svipti sig lífi að mikilvægt væri að vera meðvitaður um hvernig maður tekst á við erfiðleika. Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ísland í dag Jákastið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ísland í dag Jákastið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira