Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. október 2022 20:00 Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Vísir/Egill Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Læknir á vogi segir að ópíóðafíkn sé ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur sé eðli hennar breytt. „Ópíóðar eru langt frá að vera ný efni á markaðnumn en hins vegar var það þannig að ópíóðar var oft eitthvað sem þú sást á lokastigum sjúkdómsins. Þá var fólk komið í miklu alvarlegri neyslu og þá einkenndist það af sprautuneyslu,“ segir Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Nú sé fólk farið að nota ópíóða jafnvel sem fyrsta fíkniefni sem það prófar. Auk þess hafi notkun þess auðveldast með komu svokallaðra oxy lyfja, sem margir reyki. „Þessi athöfn að nota ópíóða, þessi sterku sterku efni, verður miklu auðveldari og fólk er mjög fljótt að verða háð því.“ Fráhvörfin af ópíóðum séu sérstaklega erfið. Fólk fyllist mikilli örvæntingu og sé tilbúið til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir fráhvörf. „Þetta er mjög fljótt að vinda upp á sig. Þú ert mjög fljótur að fara upp í mjög háa skammta og síðan er það að ópíóðar eru öndunarbælandi þannig að líkurnar á því að ofskammta eru háar,“ segir Erna. Í þeim 46 sem létust úr ofskammti í fyrra fundust ópíóðalyf í fimmtán, fimmfallt fleiri en árið á undan. „Maður myndi ekki vilja ímynda sér hver sú tala væri ef við værum ekki að grípa inn í, þess vegna er aðgengi að meðferð svo mikilvæg.“ Fleiri en tvö hundruð eru í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi. „Lyfin sem við notum við ópíóðafíkn, sem er gagnreynd meðferð, veldur ekki vímu heldur tekur fráhvörfin og fíknina.“ Fíkn Lyf Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Læknir á vogi segir að ópíóðafíkn sé ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur sé eðli hennar breytt. „Ópíóðar eru langt frá að vera ný efni á markaðnumn en hins vegar var það þannig að ópíóðar var oft eitthvað sem þú sást á lokastigum sjúkdómsins. Þá var fólk komið í miklu alvarlegri neyslu og þá einkenndist það af sprautuneyslu,“ segir Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Nú sé fólk farið að nota ópíóða jafnvel sem fyrsta fíkniefni sem það prófar. Auk þess hafi notkun þess auðveldast með komu svokallaðra oxy lyfja, sem margir reyki. „Þessi athöfn að nota ópíóða, þessi sterku sterku efni, verður miklu auðveldari og fólk er mjög fljótt að verða háð því.“ Fráhvörfin af ópíóðum séu sérstaklega erfið. Fólk fyllist mikilli örvæntingu og sé tilbúið til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir fráhvörf. „Þetta er mjög fljótt að vinda upp á sig. Þú ert mjög fljótur að fara upp í mjög háa skammta og síðan er það að ópíóðar eru öndunarbælandi þannig að líkurnar á því að ofskammta eru háar,“ segir Erna. Í þeim 46 sem létust úr ofskammti í fyrra fundust ópíóðalyf í fimmtán, fimmfallt fleiri en árið á undan. „Maður myndi ekki vilja ímynda sér hver sú tala væri ef við værum ekki að grípa inn í, þess vegna er aðgengi að meðferð svo mikilvæg.“ Fleiri en tvö hundruð eru í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi. „Lyfin sem við notum við ópíóðafíkn, sem er gagnreynd meðferð, veldur ekki vímu heldur tekur fráhvörfin og fíknina.“
Fíkn Lyf Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira