Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 18:55 Alexander Dugin, ráðgjafi Pútíns forseta, sygir dóttur sína Dariu við minningarathöfn í ágúst. Hún var fórnarlamb bílsprengju nærri Moskvu. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00