Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2022 23:36 Úrvinnslusjóður hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir störf sín undanfarið, nýjast vegna ofgreiddra launa upp á rúmlega 10 milljónir. Úrvinnslusjóður Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. Stundin greinir frá því að Ólafur Kjartansson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs frá árinu 2003 hafi látið sjóðinn halda áfram að greiða sér fyrir störf sem hann sinnti ekki lengur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur fjármálaráðuneytið tilkynnt stjórn Úrvinnslusjóðs að það telji Ólaf ekki hafa verið í „góðri trú“ þegar hann lét sjóðinn halda áfram að greiða sér aukalega fyrir störf sín. „Af þessu er ljóst að ekki átti að koma til frekari greiðslna til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs samkvæmt ákvörðun kjararáðs og hefur honum því verið greidd umrædd þóknun án heimildar frá því að ákvörðun kjararáðs kom til framkvæmda á árinu 2015,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytis. Stór hluti þess sem Ólafur er sagður hafa fengið greitt án heimildar eru hins vegar fyrndar kröfur og mun hann því halda nærri helmingi þess sem hann fékk ofgreitt. Ríkisendurskoðun skilaði svartri skýrslu til Alþingis um Úrvinnslusjóð. Þar segir meðal annars að sjóðurinn réði ekki við hlutverk sitt og hefði afar takmarkað eftirlit með því að úrgangi sé sannanlega ráðstafað með þeim hætti sem samið er um og sjóðurinn greiðir fyrir yfir tvö milljarða króna á ári hverju. Í umfjöllun Stundarinnar vildi Magnús Jóhannesson, formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs, ekki tjá sig um málið eða hvort sjóðurinn muni taka ákvörðun um framtíð Ólafs innan sjóðsins. „No comment,“ er haft eftir Magnúsi. Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stundin greinir frá því að Ólafur Kjartansson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs frá árinu 2003 hafi látið sjóðinn halda áfram að greiða sér fyrir störf sem hann sinnti ekki lengur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur fjármálaráðuneytið tilkynnt stjórn Úrvinnslusjóðs að það telji Ólaf ekki hafa verið í „góðri trú“ þegar hann lét sjóðinn halda áfram að greiða sér aukalega fyrir störf sín. „Af þessu er ljóst að ekki átti að koma til frekari greiðslna til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs samkvæmt ákvörðun kjararáðs og hefur honum því verið greidd umrædd þóknun án heimildar frá því að ákvörðun kjararáðs kom til framkvæmda á árinu 2015,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytis. Stór hluti þess sem Ólafur er sagður hafa fengið greitt án heimildar eru hins vegar fyrndar kröfur og mun hann því halda nærri helmingi þess sem hann fékk ofgreitt. Ríkisendurskoðun skilaði svartri skýrslu til Alþingis um Úrvinnslusjóð. Þar segir meðal annars að sjóðurinn réði ekki við hlutverk sitt og hefði afar takmarkað eftirlit með því að úrgangi sé sannanlega ráðstafað með þeim hætti sem samið er um og sjóðurinn greiðir fyrir yfir tvö milljarða króna á ári hverju. Í umfjöllun Stundarinnar vildi Magnús Jóhannesson, formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs, ekki tjá sig um málið eða hvort sjóðurinn muni taka ákvörðun um framtíð Ólafs innan sjóðsins. „No comment,“ er haft eftir Magnúsi.
Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira