Krefjast þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 08:31 Tveir ljósabekkir eru í boði fyrir viðskiptavini Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ vilja hins vegar ekki að svo verði áfram. Íþróttamiðstöðin í Garði Bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hafa krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Gjaldskrárliðurinn „Ljósabekkir“ skuli þannig verða tekinn út úr gjaldskrá sveitarfélagsins. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á miðvikudaginn. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans – þær Jónína Magnúsdóttir og Laufey Erlendsdóttir – undirstrika í bókun sinni að lögð verði áhersla á að sveitarfélagið sé heilsueflandi samfélag líkt og samþykkt hafi verið. Bæjarfulltrúarnir segja að rekstur ljósabekkja stríði klárlega gegn því og því sé eðlilegt að sveitarfélagið hætti slíku enda alkunna að notkun ljósabekkja geti valdið skaða. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar. Tveir ljósabekkir í boði Tveir ljósabekkir standa viðskiptavinum íþróttamiðstöðvarinnar í Garði til boða. Á heimasíðu sveitarfélagsins má sjá að milli klukkan sjö á morgnana og til klukkan 14, kosti stakur tími 1.300 krónur, en tvöfaldur tími 2.100 krónur. Milli klukkan 14 og 21 er hins vegar aðeins dýrara að fara í ljós, en þá kostar tíminn 1.450 krónur, en tvöfaldur tími 2.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa tíu tíma kort á 7.500 krónur fyrir ljósatíma milli sjö á morgnana og 14, en 8.500 krónur fyrir tíu tíma milli klukkan 14 og 21. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt, að því er segir á heimasíðu WHO.Getty Í bókun Jónínu og Laufeyjar vísa þær í upplýsingar á heimasíðu Geislavarna ríkisins þar sem fram kemur að Alþjóðaheilbrigðismálastofununin (WHO) styðji við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Er vísað í að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hafi aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest. Fagur Garðskagavitinn.Getty Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli,“ segir í bókuninni. Telst vart til markmiða heilsueflandi samfélags Bæjarfulltrúarnir telja að í ljósi þessa sé rétt að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags. Suðurnesjabær er sveitarfélag þar sem finna má bæina Garð og Sandgerði en samanlagður íbúafjöldi í sveitarfélaginu er um 3.800 manns. Suðurnesjabær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50 Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á miðvikudaginn. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans – þær Jónína Magnúsdóttir og Laufey Erlendsdóttir – undirstrika í bókun sinni að lögð verði áhersla á að sveitarfélagið sé heilsueflandi samfélag líkt og samþykkt hafi verið. Bæjarfulltrúarnir segja að rekstur ljósabekkja stríði klárlega gegn því og því sé eðlilegt að sveitarfélagið hætti slíku enda alkunna að notkun ljósabekkja geti valdið skaða. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar. Tveir ljósabekkir í boði Tveir ljósabekkir standa viðskiptavinum íþróttamiðstöðvarinnar í Garði til boða. Á heimasíðu sveitarfélagsins má sjá að milli klukkan sjö á morgnana og til klukkan 14, kosti stakur tími 1.300 krónur, en tvöfaldur tími 2.100 krónur. Milli klukkan 14 og 21 er hins vegar aðeins dýrara að fara í ljós, en þá kostar tíminn 1.450 krónur, en tvöfaldur tími 2.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa tíu tíma kort á 7.500 krónur fyrir ljósatíma milli sjö á morgnana og 14, en 8.500 krónur fyrir tíu tíma milli klukkan 14 og 21. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt, að því er segir á heimasíðu WHO.Getty Í bókun Jónínu og Laufeyjar vísa þær í upplýsingar á heimasíðu Geislavarna ríkisins þar sem fram kemur að Alþjóðaheilbrigðismálastofununin (WHO) styðji við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Er vísað í að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hafi aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest. Fagur Garðskagavitinn.Getty Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli,“ segir í bókuninni. Telst vart til markmiða heilsueflandi samfélags Bæjarfulltrúarnir telja að í ljósi þessa sé rétt að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags. Suðurnesjabær er sveitarfélag þar sem finna má bæina Garð og Sandgerði en samanlagður íbúafjöldi í sveitarfélaginu er um 3.800 manns.
Suðurnesjabær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50 Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50
Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu