Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eiður Þór Árnason skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Litlar skýringar eru á víðfemu rafmagnsleysi í miðborginni sem nær allt vestur á Granda. Þar neyddust verslanir til að loka þegar rafmagnið fór af upp úr klukkan fjögur í dag. Þetta er þriðja stóra rafmagnsbilunin í borginni á stuttum tíma. Hallgerður Kolbrún fréttamaður hefur leitað svara við þessu og verður í beinni útsendingu í myrkrinu.

Hópur rússneskra ríkisborgara, búsettur á Íslandi, stóð fyrir mótmælagjörningi í tilefni sjötugsafmælis Pútins Rússlandsforseta fyrir utan sendiráð Rússlands við Túngötu í dag.

Lík fimm hundruð þrjátíu og fjögurra, þar af nítján barna, hafa fundist í fjöldagröf á nýfrelsuðum svæðum í Kharkiv héraði í Úkraínu. Einnig hafa fundist rúmlega tuttugu staðir þar sem greinilegt er að rússneska hernámsliðið hafi stundað pyndingar á fólki. Leiðtogar Evrópusambandsins ræddu orkukreppu Evrópu vegna stríðsins í dag.

Þá hittum við franska konu sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt á ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn.

Sérfræðingur hjá Embætti landlæknis segir óhóflega snjallsímanotkun vera þátt í dvínandi hamingju landsmanna. Tólf ára nemendur í Laugalækjaskóla telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar. Rætt verður við þá og leitaði ráða hjá hamingjusamasta íbúa Hrafnistu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×