„Kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2022 08:02 Guðjón Þórðarson er einn sigursælasta þjálfari Íslandssögunnar. Hann segir þó að eftirspurnin eftir 67 ára gömlum þjálfara sé ekki mikil. Vísir/Stöð 2 Sigursælasti þjálfari landsins í fótboltanum, Guðjón Þórðarson, hefur ekki lagt árar í bát og hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma. „Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
„Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira