Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 12:09 Fólk á Akureyri og öllu norðaustur horni landsins ætti að búa sig undir rafmagnsleysi í óveðrinu á morgun. vísir/vilhelm Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“ Veður Akureyri Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“
Veður Akureyri Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira