Ótemjureið hlaut Gullna lundann Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:14 Kvikmyndahátíðin var haldin í nítjánda sinn. RIFF Ótemjureið eftir Lolu Quivoron hlaut verðlaunin Gullna lundann, meginverðlaun RIFF í ár, en hátíðin var haldin í nítjánda sinn og hlaut mikla aðsókn. Verðlaunin voru afhent á hátíðlegri verðlaunaafhendingu sem fram fór í Háskólabíói klukkan 20 í kvöld en Skúli Helgason, formaður menninga, íþrótta- og tómstundaráðs, sleit hátíðinni með formlegum hætti. Eins og fyrr segir hlaut kvikmyndin Óhemjureið eftir Lolu Quivoron Gullna lundann en verðlaunin eru veitt leikstjóra í flokknum Vitranir fyrir fyrsta eða annað verk. Myndin er sögð fara með áhorfendur í áhrifamikið ferðalag í leit að frelsi. Dómnefnd segir hana frumlega, djarfa og koma stanslaust á óvart. Tvær myndir í flokknum Vitranir hlutu einnig sérstakar viðurkenningar. Það voru kvikmyndirnar Síðasta vorið eftir Francisku Eliassen og Rafmagnaðir draumar eftir Valentinu Maurel. Að elta fuglinn eftir Unu Lorenzen var kosin besta stuttmynd hátíðarinnar og þá hlutu stuttmyndirnar Sá sem fór suður og Fyrir hönd keisarans einnig verðlaun. Gullna eggið: Sendið eftir rigningunni Umsögn dómnefndar: „Leikstjóranum tókst að segja söguna á mjög skýran, einfaldan en kraftmikinn hátt. Kvikmyndatakan í myndinni er hið fullkomna dæmi um hvernig hugmynd er aldrei of stór til að passa í form stuttmynda, ljóðræn, minimalísk en epísk. Fíngerður leikurinn hentaði sögunni og lét okkur vilja meira.“ Íslenskar stuttmyndir: Að elta fugla Umsögn dómnefndar: „Dómnefndin hreifst af því hvernig leikstjóranum tókst að draga áhorfendur inn í söguna sem og hvernig henni tókst að halda athygli áhorfenda með því að skapa heim sem sjónarhorn til að segja söguna.“ Stuttmyndin Að elta fugla eftir Unu Lorenzen var valin besta stuttmynd hátíðarinnar.RIFF Alþjóðlegar stuttmyndir: Upphafinn MRS Umsögn dómnefndar: „Ef kvikmyndahúsið er rými drauma og þrár, þá á þessi mynd mjög vel heima í myrkrinu. Sem endurómur 21. aldar af svefni Andy Warhols (og uppreisnagjarnrar arfleifðar Cocteau og Jean Genet), felur hún í sér guðrækni og erótík næturinnar með óvenjulegu andrúmslofti nær að lýsa því vel sem gerir það svo spennandi að búa í borg. Hún er náttúruleg í myndmáli sínu, dáleiðandi í hreinskilni sinni og dásamleg í nánast öllu öðru. Myndin býður okkur að varpa eigin innri kvikmyndum á dökkan striga kvikmyndatjaldsins.“ Verðlaun dómnefndar unga fólksins: Eilíft vor Umsögn dómnefndar: „Að okkar mati bar myndin Eternal Spring af öðrum í flokknum. Hún tekur saman reynslu aðgerðarsinna í Falun Gong af ofsóknum stjórnvalda og fléttar þær saman til að búa til frásögn kvikmyndarinnar. Ákveðinn söguþráður heldur áhorfendum á brún sætisins og tilfinningatengsl myndast á milli aðgerðasinna og áhorfenda. Með notkun hreyfimynda tekst Daxiong að sýna atburðarás á einstakan hátt sem annars hefði ekki verið mögulegt. Myndin snýst um ofsóknirnar sem meðlimir Falun Gong standa frammi fyrir og lýsir í kjölfarið upp illa meðferð á öðrum trúar- og minnihlutahópum í Kína sem og í öðrum heimshlutum.“ Verðlaun í flokki Önnur framtíð: Ferðasaga marmara Umsögn dómnefndar: „Aðalverðlaunin í flokknum Önnur framtíð hlýtur mynd sem með kvikmyndalegri nálgun gerir hvort tveggja í senn, framkallar áleitnar spurningar og leyfir okkur að dreyma. Með framúrskarandi myndmáli skoðar leikstjórinn af mikilli dýpt sambandið á milli tveggja ólíkra menningarheima. Einstök fagurfræðilegri nálgun og hárfínn húmor gera það að verkum að við horfum dáleidd og bíðum spennt eftir næstu senu, senu eftir senu, myndina á enda. Verðlaunin hlýtur Sean Wang fyrir A Marble Travelogue.“ Verðlaun í flokki Vitrana: Óhemjureið Umsögn dómnefndar: „Og að lokum: Gullna Lundann hlýtur leikstjóri fyrir sína fyrstu mynd, sem fer með áhorfendur í áhrifamikið ferðalag í leit að frelsi. Myndin er frumleg, djörf og kemur stanslaust á óvart.“ Bíó og sjónvarp RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Verðlaunin voru afhent á hátíðlegri verðlaunaafhendingu sem fram fór í Háskólabíói klukkan 20 í kvöld en Skúli Helgason, formaður menninga, íþrótta- og tómstundaráðs, sleit hátíðinni með formlegum hætti. Eins og fyrr segir hlaut kvikmyndin Óhemjureið eftir Lolu Quivoron Gullna lundann en verðlaunin eru veitt leikstjóra í flokknum Vitranir fyrir fyrsta eða annað verk. Myndin er sögð fara með áhorfendur í áhrifamikið ferðalag í leit að frelsi. Dómnefnd segir hana frumlega, djarfa og koma stanslaust á óvart. Tvær myndir í flokknum Vitranir hlutu einnig sérstakar viðurkenningar. Það voru kvikmyndirnar Síðasta vorið eftir Francisku Eliassen og Rafmagnaðir draumar eftir Valentinu Maurel. Að elta fuglinn eftir Unu Lorenzen var kosin besta stuttmynd hátíðarinnar og þá hlutu stuttmyndirnar Sá sem fór suður og Fyrir hönd keisarans einnig verðlaun. Gullna eggið: Sendið eftir rigningunni Umsögn dómnefndar: „Leikstjóranum tókst að segja söguna á mjög skýran, einfaldan en kraftmikinn hátt. Kvikmyndatakan í myndinni er hið fullkomna dæmi um hvernig hugmynd er aldrei of stór til að passa í form stuttmynda, ljóðræn, minimalísk en epísk. Fíngerður leikurinn hentaði sögunni og lét okkur vilja meira.“ Íslenskar stuttmyndir: Að elta fugla Umsögn dómnefndar: „Dómnefndin hreifst af því hvernig leikstjóranum tókst að draga áhorfendur inn í söguna sem og hvernig henni tókst að halda athygli áhorfenda með því að skapa heim sem sjónarhorn til að segja söguna.“ Stuttmyndin Að elta fugla eftir Unu Lorenzen var valin besta stuttmynd hátíðarinnar.RIFF Alþjóðlegar stuttmyndir: Upphafinn MRS Umsögn dómnefndar: „Ef kvikmyndahúsið er rými drauma og þrár, þá á þessi mynd mjög vel heima í myrkrinu. Sem endurómur 21. aldar af svefni Andy Warhols (og uppreisnagjarnrar arfleifðar Cocteau og Jean Genet), felur hún í sér guðrækni og erótík næturinnar með óvenjulegu andrúmslofti nær að lýsa því vel sem gerir það svo spennandi að búa í borg. Hún er náttúruleg í myndmáli sínu, dáleiðandi í hreinskilni sinni og dásamleg í nánast öllu öðru. Myndin býður okkur að varpa eigin innri kvikmyndum á dökkan striga kvikmyndatjaldsins.“ Verðlaun dómnefndar unga fólksins: Eilíft vor Umsögn dómnefndar: „Að okkar mati bar myndin Eternal Spring af öðrum í flokknum. Hún tekur saman reynslu aðgerðarsinna í Falun Gong af ofsóknum stjórnvalda og fléttar þær saman til að búa til frásögn kvikmyndarinnar. Ákveðinn söguþráður heldur áhorfendum á brún sætisins og tilfinningatengsl myndast á milli aðgerðasinna og áhorfenda. Með notkun hreyfimynda tekst Daxiong að sýna atburðarás á einstakan hátt sem annars hefði ekki verið mögulegt. Myndin snýst um ofsóknirnar sem meðlimir Falun Gong standa frammi fyrir og lýsir í kjölfarið upp illa meðferð á öðrum trúar- og minnihlutahópum í Kína sem og í öðrum heimshlutum.“ Verðlaun í flokki Önnur framtíð: Ferðasaga marmara Umsögn dómnefndar: „Aðalverðlaunin í flokknum Önnur framtíð hlýtur mynd sem með kvikmyndalegri nálgun gerir hvort tveggja í senn, framkallar áleitnar spurningar og leyfir okkur að dreyma. Með framúrskarandi myndmáli skoðar leikstjórinn af mikilli dýpt sambandið á milli tveggja ólíkra menningarheima. Einstök fagurfræðilegri nálgun og hárfínn húmor gera það að verkum að við horfum dáleidd og bíðum spennt eftir næstu senu, senu eftir senu, myndina á enda. Verðlaunin hlýtur Sean Wang fyrir A Marble Travelogue.“ Verðlaun í flokki Vitrana: Óhemjureið Umsögn dómnefndar: „Og að lokum: Gullna Lundann hlýtur leikstjóri fyrir sína fyrstu mynd, sem fer með áhorfendur í áhrifamikið ferðalag í leit að frelsi. Myndin er frumleg, djörf og kemur stanslaust á óvart.“
Bíó og sjónvarp RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira