Brjálað veður í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:47 Hættustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Vísir/Vilhelm Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg. Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg.
Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32