Brjálað veður í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:47 Hættustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Vísir/Vilhelm Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg. Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg.
Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32