Breski innanríkisráðherrann Suella Braverman ákvað að beita fyrirbyggjandi aðferðum til þess að hjálpa til að halda friðinn meðal ensku stuðningsmannanna á mótinu.
Football fans with banning orders must hand over passports ahead of World Cup https://t.co/J4bBHS7wcQ
— Sky News (@SkyNews) October 9, 2022
1308 þekktir óeirðaseggir þurfa að skila inn vegabréfi sínu til lögreglu á næstunni. Markmiðið er að sjá til þess að fótboltabullur frá Englandi og Wales fylgi ekki landsliðum sínum á HM.
Allir sem hafa fengið einhvers konar bann vegna framkomu á fótboltaleikjum eru í þessum stóra hópi.
Þeir sem verða ekki við þessari ósk eiga á hættu að vera settir í fangelsi og sektaðir um væna summu.
Ef einhver af þessum 1308 vilja ferðast til einhvers annars lands en Katar þá þurfa þeir að sækja um sérstakt leyfi.
More than 1,300 fans with football banning orders in England and Wales are being told to hand in their passports to stop them going to the World Cup.#BBCFootball
— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2022
„Við hlökkum til að hvetja lið Englands og Wales til dáða á HM og ætlum ekki að láta lítinn hóp óeirðaseggja skemma það sem lítur út fyrir að verða skemmtilegt og spennandi heimsmeistaramót,“ sagði innanríkisráðherrann Suella Braverman.
Bresk stjórnvöld vinna náið með stjórnvöldum í Katar til að tryggja öruggi breskra stuðningsmanna á mótinu. Heimsmeistaramótið fer fram frá 20. nóvember til 18. desember.