„Bréf til Láru“ Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. október 2022 11:31 Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Barnavernd Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun