Fær milljónir þar sem enginn gekk úr skugga um meint asbest í húsinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 19:51 Húsið var rifið eftir eldsvoðann. Niðurrifið fól í sér umfangsmiklar aðgerðir vegna asbestsins sem talið var hafa verið í húsinu. Vísir/Jói K Tryggingafélagið VÍS þarf að greiða eiganda húsnæðisins sem brann við Kirkjuveg á Selfosi árið 2018 rúmar níu milljónir króna sem félagið hafði áður dregið frá vátryggingarbótum, meðal annars vegna kostnaðar við niðurrifs hússins. Niðurrifið reyndist kostnaðarsamt þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Eigandinn taldi hins vegar svo ekki vera. Enginn sem kom að niðurrifinu virðist hafa gengið úr skugga um hvort að þar væri asbest að finna eða ekki. Tvennt lést í brunanum við Kirkjuveg á Selfossi árið 2018. Var Vigfús Ólason dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum. Í fréttum um niðurif hússins árið 2018 kom fram að það yrði umfangsmikið verk þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Vaskur vinnuhópur um tuttugu manna sá um niðurrifið. Í frétt Vísis frá því í nóvember 2018 má sjá vel búna starfsmenn sinna verkinu, en fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á asbesti. Til að mynda sprautaði slökkviliðið vatni á húsið á meðan niðurrifinu stóð. Ljóst er að þessi aðgerð var kostnaðarsöm. Tekist var á um kostnaðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu undir lok síðasta mánaðar. Eigandi hússins, sem bjó ekki í því þegar kviknaði í því, krafði VÍS um 14 milljóna króna greiðslu á þeim grundvelli að ósannað að asbest hafi verið í húsinu og að frádáttur tryggingafélagsins á þeim grundvelli að undirstöður og fráveitukerfi hússins hafi ekki skemmst ættu ekki rétt á sér. Vildi eigandinn meina að asbestið hafi verið fjarlægt á árum áður við endurbætur á húsinu, því hafi verið óþarfi að ráðast í hið kostnaðarsama og vandasama verk sem niðurrifið var. Kostnaður við það var 9,7 milljónir króna, sem tryggingafélagið dró frá greiðslu brunabóta. Starfsmenn sem komu að verkinu voru vel búnir enda var talið að gæta þyrfi fyllstu varúðar.vísir/mhh Taldi eigandinn að stór hluti kostnaðarins við förgunina hafi verið vegna hins meinta asbests. Ekkert hafi hins vegar verið gert til að sannreyna að asbest hafi raunverulega verið í húsinu. Því hafi einfaldlega verið slegið föstu. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert liggi fyrir um að tryggingafélagið hafi rætt við eigandinn eða leitað upplýsinga hjá honum um húsið, eða upplýst hann um fyrirhugað niðurrif. Þar kemur einnig fram að heilbrigðiseftirlit svæðisins sem og verkfræðistofa sem vann að verkinu hafi dregið þá ályktun að asbest mætti finna í húsinu, án þess að neinn hafi gengið úr skugga um það. Tekist var á um hvort að asbest hafi verið í húsinu eða ekki.Vísir/Jói K Telur dómurinn því að vafi hafi leikið á því að asbest hafi verið í húsinu. Var tryggingafélagið því dæmt til að greiða manninum 6,1 milljón króna vegna niðurrifsins. Um var að ræða þá fjárhæð sem tryggingafélagið hafði dregið frá vegna kostnaðar við niðurrifsins mínus 3,6 milljónur vegna þeirrar fjárhæðar sem dómurinn taldi eðlilegt að miða ætti við útreikning kostnaðar á niðurrifi. Þá þarf tryggingafélagið einnig að greiða eigandanum þrjár milljónir þar sem tryggingafélaginu hafi ekki tekist að sýna fram á að undirstöður hússins og fráveitukerfi þess væru nothæfar. Alls þarf VÍS því að greiða eigandanum 9,1 milljón króna, auk 1,7 milljóna sem renna til ríkissjóðs vegna málskostnaðar. Dómsmál Tryggingar Bruni á Kirkjuvegi Árborg Tengdar fréttir Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Tvennt lést í brunanum við Kirkjuveg á Selfossi árið 2018. Var Vigfús Ólason dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum. Í fréttum um niðurif hússins árið 2018 kom fram að það yrði umfangsmikið verk þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Vaskur vinnuhópur um tuttugu manna sá um niðurrifið. Í frétt Vísis frá því í nóvember 2018 má sjá vel búna starfsmenn sinna verkinu, en fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á asbesti. Til að mynda sprautaði slökkviliðið vatni á húsið á meðan niðurrifinu stóð. Ljóst er að þessi aðgerð var kostnaðarsöm. Tekist var á um kostnaðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu undir lok síðasta mánaðar. Eigandi hússins, sem bjó ekki í því þegar kviknaði í því, krafði VÍS um 14 milljóna króna greiðslu á þeim grundvelli að ósannað að asbest hafi verið í húsinu og að frádáttur tryggingafélagsins á þeim grundvelli að undirstöður og fráveitukerfi hússins hafi ekki skemmst ættu ekki rétt á sér. Vildi eigandinn meina að asbestið hafi verið fjarlægt á árum áður við endurbætur á húsinu, því hafi verið óþarfi að ráðast í hið kostnaðarsama og vandasama verk sem niðurrifið var. Kostnaður við það var 9,7 milljónir króna, sem tryggingafélagið dró frá greiðslu brunabóta. Starfsmenn sem komu að verkinu voru vel búnir enda var talið að gæta þyrfi fyllstu varúðar.vísir/mhh Taldi eigandinn að stór hluti kostnaðarins við förgunina hafi verið vegna hins meinta asbests. Ekkert hafi hins vegar verið gert til að sannreyna að asbest hafi raunverulega verið í húsinu. Því hafi einfaldlega verið slegið föstu. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert liggi fyrir um að tryggingafélagið hafi rætt við eigandinn eða leitað upplýsinga hjá honum um húsið, eða upplýst hann um fyrirhugað niðurrif. Þar kemur einnig fram að heilbrigðiseftirlit svæðisins sem og verkfræðistofa sem vann að verkinu hafi dregið þá ályktun að asbest mætti finna í húsinu, án þess að neinn hafi gengið úr skugga um það. Tekist var á um hvort að asbest hafi verið í húsinu eða ekki.Vísir/Jói K Telur dómurinn því að vafi hafi leikið á því að asbest hafi verið í húsinu. Var tryggingafélagið því dæmt til að greiða manninum 6,1 milljón króna vegna niðurrifsins. Um var að ræða þá fjárhæð sem tryggingafélagið hafði dregið frá vegna kostnaðar við niðurrifsins mínus 3,6 milljónur vegna þeirrar fjárhæðar sem dómurinn taldi eðlilegt að miða ætti við útreikning kostnaðar á niðurrifi. Þá þarf tryggingafélagið einnig að greiða eigandanum þrjár milljónir þar sem tryggingafélaginu hafi ekki tekist að sýna fram á að undirstöður hússins og fráveitukerfi þess væru nothæfar. Alls þarf VÍS því að greiða eigandanum 9,1 milljón króna, auk 1,7 milljóna sem renna til ríkissjóðs vegna málskostnaðar.
Dómsmál Tryggingar Bruni á Kirkjuvegi Árborg Tengdar fréttir Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38
Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48