Þetta staðfesti Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Búið er að láta aðstandendur vita.
Að sögn Margeirs mun það liggja fyrir eftir frekari rannsóknir og krufningu hversu lengi viðkomandi var í sjónum en ítrekaði að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti.