Franska stórliðið hefur jafnframt samþykkt að vinna með leikmanninum í að finna fyrir hann nýtt félag en leyfir honum þó aldrei að fara til Madrid.
Spænska blaði Marca slær þessu upp og fleiri erlendir fjölmiðlar segjast einnig hafa heimildir fyrir þessu.
Mbappe var orðaður við Real Madrid í marga mánuði en skrifaði undir nýjan samning við PSG í haust til ársins 2025 í stað þess að taka samningstilboði frá Real.
Mbappe fær 650 þúsund pund í vikulaun hjá PSG eða um 105 milljónir króna en hann er ósáttur með leikstíl liðsins og um leið er talað um ósætti á milli hans og Neymar.
PSG mun hins vegar ekki leyfa Mbappe að fara til Real Madrid sem bauð 154 milljónir punda í leikmanninn í sumar. Það opnar dyrnar fyrir liðið í Bítalborginni.
Liverpool er sagt vera eitt af félögunum sem koma til greina sem mögulegur framtíðarstaður fyrir þennan 23 ára gamla Frakka. Jurgen Klopp hefur áður sýnt áhuga á að fá hann til félagsins.
Hvort Liverpool sé tilbúið að borga kaupverðið og þessi ofurlaun hans er aftur á móti önnur saga.