Hugmyndahatturinn: Skapandi samstarf grunnskóla og safna Jóhanna Bergmann skrifar 11. október 2022 17:01 Kæri grunnskólakennari; hefur þig ekki lengi langað til að nýta söfnin betur i kennslu nemenda þinna? Út er komin á rafrænu formi handbókin Hugmyndahatturinn sem er aðgengilegt uppflettirit fyrir grunnskólakennara um mögulegar fræðsluleiðir í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Í handbókinni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðs vegar á landinu. Öll lýsa þau námsferli með áherslu á virkni nemenda og skapandi úrvinnslu. Þannig eru þau grunnskólakennurum hvatning til að líta til safna um samstarf um gefandi námsupplifun fyrir nemendur. Grunnskólakennari sem flettir í gegnum Hugmyndahattinn sér hvað hægt er gera í samvinnu við söfn og er þá vonandi tilbúnari í samtal við safnafólkið í sínu nærumhverfi um verkefni sem myndi henta hans nemendum og lyfta þeirra námi. Það er von höfundar að kennarinn valdeflist gagnvart safninu og finni að hann geti haft áhrif á safnheimsóknina og látið hana þjóna sinni námsyfirferð með nemendum. Með því móti eru nemendur einbeittari í safnheimsókninni vegna þess að markmiðin með henni eru þeim ljósari. Þjóðsagna StopMotion smiðja.Minjasafn Austurlands Verkefnin í bókinni eiga það sameiginlegt að fara á einhvern hátt út fyrir ramma hefðbundinnar safnheimsóknar (leiðsögn og e.t.v. verkefni leyst). Þau eru ólík innbyrðis, t.d. að því leyti að mismunandi er hvaðan frumkvæðið kemur, hver mótaði verkefnið, hvað nemendur gera og hvort afrakstri er fylgt eftir og gerður sýnilegur út fyrir bekkinn. Nokkur verkefnanna snúast um stafræna miðlun enda hafa á undanförnum árum orðið til á söfnum þó nokkur skemmtileg, fjölbreytt, skapandi og fræðandi dæmi um hvernig nýta má þennan miðlunarmáta til að ná inn til skólanna. Handbókin er lóð á vogarskálar vitundarvakningar innan grunnskólanna um að söfnin standi þeim opin, að kennarar og nemendur geti haft áhrif á hvað gerist í safninu, eða í samvinnu við safnið, en þurfi ekki að vera aðeins óvirkir þiggjendur safnfræðsludagskrár sem starfsfólk safnsins hefur mótað einhliða. Hugmyndahattinn má nálgast í pdf formi á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands eða í flettiforriti hjá List fyrir alla. Höfundur er safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Kæri grunnskólakennari; hefur þig ekki lengi langað til að nýta söfnin betur i kennslu nemenda þinna? Út er komin á rafrænu formi handbókin Hugmyndahatturinn sem er aðgengilegt uppflettirit fyrir grunnskólakennara um mögulegar fræðsluleiðir í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Í handbókinni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðs vegar á landinu. Öll lýsa þau námsferli með áherslu á virkni nemenda og skapandi úrvinnslu. Þannig eru þau grunnskólakennurum hvatning til að líta til safna um samstarf um gefandi námsupplifun fyrir nemendur. Grunnskólakennari sem flettir í gegnum Hugmyndahattinn sér hvað hægt er gera í samvinnu við söfn og er þá vonandi tilbúnari í samtal við safnafólkið í sínu nærumhverfi um verkefni sem myndi henta hans nemendum og lyfta þeirra námi. Það er von höfundar að kennarinn valdeflist gagnvart safninu og finni að hann geti haft áhrif á safnheimsóknina og látið hana þjóna sinni námsyfirferð með nemendum. Með því móti eru nemendur einbeittari í safnheimsókninni vegna þess að markmiðin með henni eru þeim ljósari. Þjóðsagna StopMotion smiðja.Minjasafn Austurlands Verkefnin í bókinni eiga það sameiginlegt að fara á einhvern hátt út fyrir ramma hefðbundinnar safnheimsóknar (leiðsögn og e.t.v. verkefni leyst). Þau eru ólík innbyrðis, t.d. að því leyti að mismunandi er hvaðan frumkvæðið kemur, hver mótaði verkefnið, hvað nemendur gera og hvort afrakstri er fylgt eftir og gerður sýnilegur út fyrir bekkinn. Nokkur verkefnanna snúast um stafræna miðlun enda hafa á undanförnum árum orðið til á söfnum þó nokkur skemmtileg, fjölbreytt, skapandi og fræðandi dæmi um hvernig nýta má þennan miðlunarmáta til að ná inn til skólanna. Handbókin er lóð á vogarskálar vitundarvakningar innan grunnskólanna um að söfnin standi þeim opin, að kennarar og nemendur geti haft áhrif á hvað gerist í safninu, eða í samvinnu við safnið, en þurfi ekki að vera aðeins óvirkir þiggjendur safnfræðsludagskrár sem starfsfólk safnsins hefur mótað einhliða. Hugmyndahattinn má nálgast í pdf formi á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands eða í flettiforriti hjá List fyrir alla. Höfundur er safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun