Fótbolti

Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið?

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Portúgalska liðið tók forystuna snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu.
Portúgalska liðið tók forystuna snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu. Vísir/Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik.

Íslenskir notendum samfélagsmiðilsins Twitter létu vel í sér heyra á meðan leik stóð og hér fyrir neðan má sjá brot af því besta.

Portúgalska liðið var hættulegra í fyrri hálfleik, en eins og svo oft áður var Sandra Sigurðardóttir vel vakandi í markinu.

Íslenska liðið fékk þó einnig færi í fyrri hálfleik og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var hársbreidd frá því að koma liðinu í forystu.

Áhorfendur heima í stofu höfðu áhyggjur af liðinu í hálfleik og fannst íslensku stelpurnar ekki halda nógu vel í boltann.

Sveindís Jane Jónsdóttir virtist svo koma íslenska liðinu í forystu snemma í síðari hálfleik. Markið var hins vegar dæmt af eftir að dómari leiksins fór í VAR-skjáinn góða og við tók ævintýralegt VAR-fíaskó í kjölfarið hinumegin á vellinum sem endaði með því að portúgalska liðið fékk vítaspyrnu, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir rautt spjald og PPortúgal skoraði úr vítinu.

Íslensku stelpurnar lögðu þó ekki árar í bát og Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði metin með fallegum skalla eftir aukaspyrnu frá Selmu Sól Magnúsdóttur.

Alexandra Jóhannsdóttir fékk einnig dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum, en í þetta skipti voru VAR-guðirnir með okkur í liði.

Áslaug Munda fékk stuðning í stúkunni eftir að hafa verið rekin af velli.

Það var ekki bara álag á leikmönnum, heldur íþróttafréttafólki líka.

Portúgalska liðið tók forystu strax á upphafsmínútum framlengingarinnar og bjartsýnin var fljót að fara hjá íslensku áhorfendunum.

Snemma í síðari hálfleik framlengingarinnar skoruðu þær portúgölsku þriðja markið sitt og í uppbótartíma negldu þær seinasta naglann í kistu Íslands.


Tengdar fréttir

Í beinni: Portúgal - Ísland 1-1 | Framlengt í Portúgal

Portúgal lagði Ísland 3-1 í framlengdum leik í umspili um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franski dómarinn Stéphanie Frappart setti sitt mark á leikinn þar sem Ísland spilaði stóran hluta leiksins 10 gegn 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×