Tölum út frá staðreyndum Helga Vala Helgadóttir skrifar 12. október 2022 08:00 Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf út frá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru um 100 milljón manns á flótta í heiminum og hafa aldrei verið fleiri. Rúmlega sjö milljónir hafa nú flúið Úkraínu eftir innrás Rússa í febrúar sl. en til samanburðar er heildarfjöldi flóttafólks frá Sýrlandi frá 2011 nærri sjö milljónir. Móttaka og vernd fólks á flótta er þannig ekki séríslenskt verkefni heldur verkefni allrar heimsbyggðarinnar. En það er líka staðreynd að fólk vill helst setjast að sem næst heimahögum. Þannig flýja flestir frá Sýrlandi yfir til Tyrklands og Jórdaníu. Frá Venesúela fara langflestir til Kólumbíu og sama er með Úkraínu hvaðan flest fóru til Póllands og Þýskalands. Einhver gera þó tilraun til að flýja alla leið til Íslands. Á þessu ári hafa nærri 3000 manns óskað verndar á Íslandi, þar af um 1800 frá Úkraínu, 600 frá Venesúela og 130 frá Palestínu. Íslendingar taka þátt í að veita úkraínsku flóttafólki vernd og þarf ekki að fara í tímafreka rannsókn á högum hvers og eins heldur dugar þjóðernið til verndar. Kærunefnd útlendingamála kvað upp þann úrskurð fyrr á árinu að aðstæður í Venesúela væru ekki öruggar og veita bæri fólki þaðan vernd. Er sú niðurstaða í samræmi við leiðbeiningar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem aðildarríki Flóttamannasamningsins eru hvött til þess að senda venesúelska ríkisborgara ekki aftur til heimalandsins. Þónokkuð hefur verið minnst á dönsku leiðina í umræðum síðustu daga sem og „hina séríslensku leið“. Má með réttu tala um hina sérdönsku leið, því á meðan aðrar Evrópuþjóðir hafa nærri 90% veitingarhlutfall verndar til sýrlensks flóttafólks hafa Danir valið að meta hluta Sýrlands sem öruggt svæði og endurnýja nú ekki dvalarleyfi Sýrlendinga sem jafnvel hafa dvalið í Danmörku frá barnsaldri, lokið þar skyldunámi og hafið háskólanám. Karlmenn á herskyldualdri fá sín leyfi þó endurnýjuð á meðan danska leiðin gerir ráð fyrir því að ungar konur og eldra fólk geti snúið til svokallaðra öruggra svæða innan Sýrlands. Einnig hefur verið fullyrt að Ísland, eitt ríkja veiti þeim sem hafa fengið vernd í Grikklandi, vernd hér á landi og að það sé hin séríslenska leið sem sligi kerfið. Svo er ekki, en einungis 3% þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi í ár hafa hlotið vernd í öðru ríki, þar á meðal Grikklandi. Lítill hluti þeirra fær hins vegar efnislega meðferð og vernd hér á landi. Hollensk stjórnvöld hafa hins vegar að undanförnu hætt endursendingum til Grikklands og á sama tíma hafa þýsk stjórnvöld samþykkt 9 af hverjum 10 umsóknum fólks sem þegar er með vernd í Grikklandi. Er þetta vegna slæmra aðstæðna flóttafólks í Grikklandi. Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast en málsmeðferðartími hefur styst verulega hér á landi frá því sem áður var. Tilgangur er að veita stjórnvöldum aðhald og koma í veg fyrir að afgreiðsla umsókna tefjist úr hófi fram, umsækjendum til stórkostlegs vansa og með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. Sambærilegar reglur um tímafresti er að finna í Dyflinnarreglugerðinni sem stjórnvöld styðjast mikið við. Innviðir eru að ekki að sligast vegna flóttafólks heldur vegna verkefna sem ríkið leggur á sveitarfélög að sinna án þess að nauðsynlegt fjármagn fylgi. Þannig er það ekki eldra eða fötluðu fólki að kenna að gríðarlegur halli sé á rekstri sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk eða reksturs öldrunarheimila né er það fólki á flótta að kenna að stjórnvöld voru ekki tilbúin með nauðsynlega þjónustu fyrir fordæmalausan fjölda fólks á flótta. Það er á ábyrgð íslenska ríkisins að fjármagna þá þjónustu sem samið er um og þar hafa stjórnvöld ekki staðið sig. Í febrúar var ljóst að fordæmalaus fjölgun yrði á flóttafólki hér á landi en stjórnvöld drógu lappirnar í því að undirbúa innviði fyrir komu fólksins. Hér hefur verið farið yfir nokkrar staðreyndir máls. Á bakvið þessar tölur er svo venjulegt fólk eins og ég og þú. Fólk sem fæddist á einhverjum stað án þess að hafa óskað eftir því, fólk með allskonar langanir og þrár, menntun og starfsreynslu, fólk sem þráir frið og vernd fyrir sig og börnin sín og loks fólk sem langar mest af öllu að upplifa það einn dag að komast kannski aftur til heimalandsins. Við þurfum að sýna meiri mennsku og meiri mannúð. Þannig sýnum við að á Íslandi sé gott samfélag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf út frá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru um 100 milljón manns á flótta í heiminum og hafa aldrei verið fleiri. Rúmlega sjö milljónir hafa nú flúið Úkraínu eftir innrás Rússa í febrúar sl. en til samanburðar er heildarfjöldi flóttafólks frá Sýrlandi frá 2011 nærri sjö milljónir. Móttaka og vernd fólks á flótta er þannig ekki séríslenskt verkefni heldur verkefni allrar heimsbyggðarinnar. En það er líka staðreynd að fólk vill helst setjast að sem næst heimahögum. Þannig flýja flestir frá Sýrlandi yfir til Tyrklands og Jórdaníu. Frá Venesúela fara langflestir til Kólumbíu og sama er með Úkraínu hvaðan flest fóru til Póllands og Þýskalands. Einhver gera þó tilraun til að flýja alla leið til Íslands. Á þessu ári hafa nærri 3000 manns óskað verndar á Íslandi, þar af um 1800 frá Úkraínu, 600 frá Venesúela og 130 frá Palestínu. Íslendingar taka þátt í að veita úkraínsku flóttafólki vernd og þarf ekki að fara í tímafreka rannsókn á högum hvers og eins heldur dugar þjóðernið til verndar. Kærunefnd útlendingamála kvað upp þann úrskurð fyrr á árinu að aðstæður í Venesúela væru ekki öruggar og veita bæri fólki þaðan vernd. Er sú niðurstaða í samræmi við leiðbeiningar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem aðildarríki Flóttamannasamningsins eru hvött til þess að senda venesúelska ríkisborgara ekki aftur til heimalandsins. Þónokkuð hefur verið minnst á dönsku leiðina í umræðum síðustu daga sem og „hina séríslensku leið“. Má með réttu tala um hina sérdönsku leið, því á meðan aðrar Evrópuþjóðir hafa nærri 90% veitingarhlutfall verndar til sýrlensks flóttafólks hafa Danir valið að meta hluta Sýrlands sem öruggt svæði og endurnýja nú ekki dvalarleyfi Sýrlendinga sem jafnvel hafa dvalið í Danmörku frá barnsaldri, lokið þar skyldunámi og hafið háskólanám. Karlmenn á herskyldualdri fá sín leyfi þó endurnýjuð á meðan danska leiðin gerir ráð fyrir því að ungar konur og eldra fólk geti snúið til svokallaðra öruggra svæða innan Sýrlands. Einnig hefur verið fullyrt að Ísland, eitt ríkja veiti þeim sem hafa fengið vernd í Grikklandi, vernd hér á landi og að það sé hin séríslenska leið sem sligi kerfið. Svo er ekki, en einungis 3% þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi í ár hafa hlotið vernd í öðru ríki, þar á meðal Grikklandi. Lítill hluti þeirra fær hins vegar efnislega meðferð og vernd hér á landi. Hollensk stjórnvöld hafa hins vegar að undanförnu hætt endursendingum til Grikklands og á sama tíma hafa þýsk stjórnvöld samþykkt 9 af hverjum 10 umsóknum fólks sem þegar er með vernd í Grikklandi. Er þetta vegna slæmra aðstæðna flóttafólks í Grikklandi. Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast en málsmeðferðartími hefur styst verulega hér á landi frá því sem áður var. Tilgangur er að veita stjórnvöldum aðhald og koma í veg fyrir að afgreiðsla umsókna tefjist úr hófi fram, umsækjendum til stórkostlegs vansa og með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. Sambærilegar reglur um tímafresti er að finna í Dyflinnarreglugerðinni sem stjórnvöld styðjast mikið við. Innviðir eru að ekki að sligast vegna flóttafólks heldur vegna verkefna sem ríkið leggur á sveitarfélög að sinna án þess að nauðsynlegt fjármagn fylgi. Þannig er það ekki eldra eða fötluðu fólki að kenna að gríðarlegur halli sé á rekstri sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk eða reksturs öldrunarheimila né er það fólki á flótta að kenna að stjórnvöld voru ekki tilbúin með nauðsynlega þjónustu fyrir fordæmalausan fjölda fólks á flótta. Það er á ábyrgð íslenska ríkisins að fjármagna þá þjónustu sem samið er um og þar hafa stjórnvöld ekki staðið sig. Í febrúar var ljóst að fordæmalaus fjölgun yrði á flóttafólki hér á landi en stjórnvöld drógu lappirnar í því að undirbúa innviði fyrir komu fólksins. Hér hefur verið farið yfir nokkrar staðreyndir máls. Á bakvið þessar tölur er svo venjulegt fólk eins og ég og þú. Fólk sem fæddist á einhverjum stað án þess að hafa óskað eftir því, fólk með allskonar langanir og þrár, menntun og starfsreynslu, fólk sem þráir frið og vernd fyrir sig og börnin sín og loks fólk sem langar mest af öllu að upplifa það einn dag að komast kannski aftur til heimalandsins. Við þurfum að sýna meiri mennsku og meiri mannúð. Þannig sýnum við að á Íslandi sé gott samfélag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun