Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íþróttadeild Vísis skrifar 11. október 2022 20:11 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði mark Íslands og stóð upp úr í svekkjandi tapi. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. HM-draumur íslenska liðsins varð því að engu, en liðið þurfti á sigri að halda til að tryggja sér sæti á HM. Sigur í vítaspyrnukeppni hefði mögulega sent liðið í frekara umspil, en sigur í venjulegum leiktíma eða framlengingu hefði sent liðið beint á næsta heimsmeistaramót. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag framan af leik og átti erfitt með að tengja saman sendingar. Portúgalska liðið tók forystuna snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu, en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir brotið. Við það þjöppuðu íslensku stelpurnar sér saman og jöfnuðu metin nokkrum mínútum síðar, en tankurinn var því miður tómur þegar komið var í famlenginguna og Portúgal tryggði sér að lokum sæti á HM með 4-1 sigri. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 6 Varði vel snemma leiks frá Silva en var full fljót niður í öðru marki Portúgals. Sinnti sínu heilt yfir vel og lítið út á hana að setja. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 6 Fín framan af en hefði mögulega getað gert betur í öðru marki Portúgals í upphafi framlengingarinnar. Enginn greiði gerður að vera í þriggja manna vörn gegn eldfljótri sóknarlínu Portúgals. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Stóð upp úr að venju í vörn Íslands og flest það sem var stöðvað stoppaði á henni. Skoraði markið og var einfaldlega best íslenska liðsins í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Líkt og Guðnýju var henni lítill greiði gerður að vera víður miðvörður í þriggja manna línu gegn portúgalska liðinu. Klaufsk á köflum. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Ekki við hana að sakast. Gerir vitaskuld mistök að brjóta í vítinu en á ekki að fá rautt spjald fyrir það brot. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 6 Barðist eins og ljón en miðjan fann sig illa meðan jafnt var í liðum. Erfiðara að dæma þegar Ísland var manni færri en í fyrri hálfleik var miðjan of mikið að elta leikmenn Portúgals og náði upp litlu spili. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 6 Sama og með Söru Björk. Átti fína takta fram á við þegar leið á leikinn en dugði því miður skammt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 5 Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Fer út af snemma. Selma Sól Magnúsdóttir, vinstri kantmaður: 7 Stóð sig vel. Lagði upp markið á Glódísi og var öflug sóknarlega og kom vel til baka í vörninni. Helsta ógnin fram á við ásamt Sveindísi. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 7 Líf í henni í bæði vörn og sókn. Vann boltann reglulega framarlega á vellinum framan af leik á meðan öðrum leikmönnum tókst ver til í pressunni. Skorar mark sem er dæmt af og fær gott færi í stöðunni 1-1 þar sem hún hittir boltann illa. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 6 Komst lítið í takt við leikinn og illa gekk að finna hana í fætur upp á uppspil Íslands að gera. Varð erfiðara þegar liðið var einum færri. Fékk ekki úr miklu að moða en fékk þó færi undir lok fyrri hálfleiks þar sem hún kiksaði boltann. Varamenn: Alexandra Jóhannsdóttir 6 - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 61. mínútu Var dugleg og sinnti sínu. Kemur inn í erfiðri stöðu. Svava Rós Guðmundsdóttir 6 - Kom inn fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á 70. mínútu Hljóp eins og berserkur og náði til sendinga sem aðrir hefðu eflaust ekki náð til. Lagði upp færi fyrir Sveindísi í stöðunni 1-1 og gerði vel eftir að hún kom inn. Agla María Albertsdóttir 5 - Kom inn fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 88. mínútu Kom inn í erfiðiri stöðu. Reyndi hvað hún gat en lítið kom út úr henni fram á við. Guðrún Arnardóttir - Kom inn fyrir Ingibjörgu Sigurðardóttur á 110. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur á 110. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
HM-draumur íslenska liðsins varð því að engu, en liðið þurfti á sigri að halda til að tryggja sér sæti á HM. Sigur í vítaspyrnukeppni hefði mögulega sent liðið í frekara umspil, en sigur í venjulegum leiktíma eða framlengingu hefði sent liðið beint á næsta heimsmeistaramót. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag framan af leik og átti erfitt með að tengja saman sendingar. Portúgalska liðið tók forystuna snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu, en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir brotið. Við það þjöppuðu íslensku stelpurnar sér saman og jöfnuðu metin nokkrum mínútum síðar, en tankurinn var því miður tómur þegar komið var í famlenginguna og Portúgal tryggði sér að lokum sæti á HM með 4-1 sigri. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 6 Varði vel snemma leiks frá Silva en var full fljót niður í öðru marki Portúgals. Sinnti sínu heilt yfir vel og lítið út á hana að setja. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 6 Fín framan af en hefði mögulega getað gert betur í öðru marki Portúgals í upphafi framlengingarinnar. Enginn greiði gerður að vera í þriggja manna vörn gegn eldfljótri sóknarlínu Portúgals. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Stóð upp úr að venju í vörn Íslands og flest það sem var stöðvað stoppaði á henni. Skoraði markið og var einfaldlega best íslenska liðsins í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Líkt og Guðnýju var henni lítill greiði gerður að vera víður miðvörður í þriggja manna línu gegn portúgalska liðinu. Klaufsk á köflum. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Ekki við hana að sakast. Gerir vitaskuld mistök að brjóta í vítinu en á ekki að fá rautt spjald fyrir það brot. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 6 Barðist eins og ljón en miðjan fann sig illa meðan jafnt var í liðum. Erfiðara að dæma þegar Ísland var manni færri en í fyrri hálfleik var miðjan of mikið að elta leikmenn Portúgals og náði upp litlu spili. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 6 Sama og með Söru Björk. Átti fína takta fram á við þegar leið á leikinn en dugði því miður skammt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 5 Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Fer út af snemma. Selma Sól Magnúsdóttir, vinstri kantmaður: 7 Stóð sig vel. Lagði upp markið á Glódísi og var öflug sóknarlega og kom vel til baka í vörninni. Helsta ógnin fram á við ásamt Sveindísi. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 7 Líf í henni í bæði vörn og sókn. Vann boltann reglulega framarlega á vellinum framan af leik á meðan öðrum leikmönnum tókst ver til í pressunni. Skorar mark sem er dæmt af og fær gott færi í stöðunni 1-1 þar sem hún hittir boltann illa. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 6 Komst lítið í takt við leikinn og illa gekk að finna hana í fætur upp á uppspil Íslands að gera. Varð erfiðara þegar liðið var einum færri. Fékk ekki úr miklu að moða en fékk þó færi undir lok fyrri hálfleiks þar sem hún kiksaði boltann. Varamenn: Alexandra Jóhannsdóttir 6 - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 61. mínútu Var dugleg og sinnti sínu. Kemur inn í erfiðri stöðu. Svava Rós Guðmundsdóttir 6 - Kom inn fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á 70. mínútu Hljóp eins og berserkur og náði til sendinga sem aðrir hefðu eflaust ekki náð til. Lagði upp færi fyrir Sveindísi í stöðunni 1-1 og gerði vel eftir að hún kom inn. Agla María Albertsdóttir 5 - Kom inn fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 88. mínútu Kom inn í erfiðiri stöðu. Reyndi hvað hún gat en lítið kom út úr henni fram á við. Guðrún Arnardóttir - Kom inn fyrir Ingibjörgu Sigurðardóttur á 110. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur á 110. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira