Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. október 2022 20:35 Þorsteinn halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var eðlilega sár eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Portúgalska liðið tók forystuna snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu þar sem Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir brotið. Ekki voru þó allir sammála um að brotið hafi verðskuldað rautt spjald og var Þorsteinn einn af þeim. „Ég var í fyrsta skipti að sjá þetta rauða spjald áðan og svo núna. Ég sá þetta bara af bekknum. Þetta er aldrei rautt,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leikinn. „Hún hefði getað dæmt víti á þetta, en hún [Áslaug Munda] er ekki viljandi að reyna að meiða að meiða hana. Þetta var helvíti stór punktur. Ef þetta er besti dómari í heimi þá bara veit ég ekki hvað.“ Þá segist Þorsteinn ekki hafa fengið neinar almennilegar skýringar frá Stéphanie Frappart, dómara leiksins, um ákvörðun hennar að reka Áslaugu af velli. „Nei í rauninni ekki. Bara að hún hafi brotið á henni viljandi. Bara togað hana viljandi niður inni í teig og að þetta væri víti og rautt.“ Eins og gefur að skilja hafði rauða spjaldið mikil áhrif á leikinn. Íslensku stelpurnar svöruðu vel fyrir sig og jöfnuðu metin stuttu síðar, en eðlilega kostaði það mikla orku að vera manni færri í rúman hálftíma í venjulegum leiktíma plús framlengingu. „Það gerir það. Við ætluðum að hætta með þriggja manna vörn og fara aftur í fjögurra manna og loka betur. En leikmenn voru tilbúnir að halda áfram í þessu og við bara ákváðum að láta slag standa og keyra á þetta svoleiðis. Auðvitað tókum við ákveðna sénsa.“ „En ef við horfum á hina hliðina þar sem við hefðum farið í fjögurra manna vörn þá hefðum við kannski fallið of langt niður og látið þær stýra öllu. Ég er bara stoltur af frammistöðu liðsins að mörgu leyti. Þær lögðu allt í þetta og skildu allt eftir úti á velli. Það er í rauninni ekkert út á þær að setja. Þetta bara féll ekki með okkur í dag og þó maður eigi auðvitað ekki að vera að pirra sig út í dómarann þá er helvíti stór ákvörðun sem fellur með þeim.“ Þá vakti líka athygli að þegar portúgalska liðið skoraði sitt annað mark þá ruku flestir varamenn liðsins út á völl til að fagna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt reglum knattspyrnunnar ætti það að þýða gult spjald á línuna, en ekkert var að gert og Þorsteinn á erfitt með að skilja það. „Og fyrir utan það að allir varamennirnir megi bara hlaupa hérna um allan völl því fjórði dómarinn kom til mín fyrir leik og sagði að ef það verður skorað þá megið þið ekki rjúka inn á völlinn því það verður skoðað í VAR. Það verður bara spjald á alla.“ Þorsteinn nýtti allar fimm skiptingarnar sínar í leiknum, en mörgum fannst þær þó koma seint. Hann gat tekið undir það þegar hann leit í baksýnisspegilinn. „Ég get alveg tekið undir það. Ég hefði alveg getað breytt fyrr og allt það, en við vorum bara aðallega að meta stöðuna varðandi það hverjar yrðu þreyttastar. Við ætluðum að skipta í hálfleik í framlengingunni, en vorum aðeins of lengi með það.“ Þorsteinn segir einnig að auðvitað sé mikið svekkelsi með að missa af HM-sætinu, en hann telur að liðið í dag sé tilbúið á stóra sviðið. „Okkur tókst það ekki núna og við náðum ekki að klára verkefnið. Við erum kannski eins nálægt því og hægt er. En auðvitað er þetta bara sorglegt og leikmenn eru bara niðurbrotnir. Þær lögðu allt í þetta og gerðu allt sem þær gátu til að spila þennan leik sem best.“ Þá var Þorsteinn einnig spurður út í hvort hann sæi miklar breytingar á hópnum fyrir næstu forkeppni HM, en það verður haldið árið 2027. „Það verða ábyggilega einhverjar breytingar, en ég hef bara ekki hugsað svona langt,“ sagði svekktur Þorsteinn Halldórsson að lokum. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 4-1 | Draumurinn úti eftir dýrkeyptan dómarakonsert Portúgal lagði Ísland 4-1 í framlengdum leik í umspili um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franski dómarinn Stéphanie Frappart setti sitt mark á leikinn þar sem Ísland spilaði stóran hluta leiksins 10 gegn 11. 11. október 2022 19:35 Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Portúgalska liðið tók forystuna snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu þar sem Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir brotið. Ekki voru þó allir sammála um að brotið hafi verðskuldað rautt spjald og var Þorsteinn einn af þeim. „Ég var í fyrsta skipti að sjá þetta rauða spjald áðan og svo núna. Ég sá þetta bara af bekknum. Þetta er aldrei rautt,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leikinn. „Hún hefði getað dæmt víti á þetta, en hún [Áslaug Munda] er ekki viljandi að reyna að meiða að meiða hana. Þetta var helvíti stór punktur. Ef þetta er besti dómari í heimi þá bara veit ég ekki hvað.“ Þá segist Þorsteinn ekki hafa fengið neinar almennilegar skýringar frá Stéphanie Frappart, dómara leiksins, um ákvörðun hennar að reka Áslaugu af velli. „Nei í rauninni ekki. Bara að hún hafi brotið á henni viljandi. Bara togað hana viljandi niður inni í teig og að þetta væri víti og rautt.“ Eins og gefur að skilja hafði rauða spjaldið mikil áhrif á leikinn. Íslensku stelpurnar svöruðu vel fyrir sig og jöfnuðu metin stuttu síðar, en eðlilega kostaði það mikla orku að vera manni færri í rúman hálftíma í venjulegum leiktíma plús framlengingu. „Það gerir það. Við ætluðum að hætta með þriggja manna vörn og fara aftur í fjögurra manna og loka betur. En leikmenn voru tilbúnir að halda áfram í þessu og við bara ákváðum að láta slag standa og keyra á þetta svoleiðis. Auðvitað tókum við ákveðna sénsa.“ „En ef við horfum á hina hliðina þar sem við hefðum farið í fjögurra manna vörn þá hefðum við kannski fallið of langt niður og látið þær stýra öllu. Ég er bara stoltur af frammistöðu liðsins að mörgu leyti. Þær lögðu allt í þetta og skildu allt eftir úti á velli. Það er í rauninni ekkert út á þær að setja. Þetta bara féll ekki með okkur í dag og þó maður eigi auðvitað ekki að vera að pirra sig út í dómarann þá er helvíti stór ákvörðun sem fellur með þeim.“ Þá vakti líka athygli að þegar portúgalska liðið skoraði sitt annað mark þá ruku flestir varamenn liðsins út á völl til að fagna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt reglum knattspyrnunnar ætti það að þýða gult spjald á línuna, en ekkert var að gert og Þorsteinn á erfitt með að skilja það. „Og fyrir utan það að allir varamennirnir megi bara hlaupa hérna um allan völl því fjórði dómarinn kom til mín fyrir leik og sagði að ef það verður skorað þá megið þið ekki rjúka inn á völlinn því það verður skoðað í VAR. Það verður bara spjald á alla.“ Þorsteinn nýtti allar fimm skiptingarnar sínar í leiknum, en mörgum fannst þær þó koma seint. Hann gat tekið undir það þegar hann leit í baksýnisspegilinn. „Ég get alveg tekið undir það. Ég hefði alveg getað breytt fyrr og allt það, en við vorum bara aðallega að meta stöðuna varðandi það hverjar yrðu þreyttastar. Við ætluðum að skipta í hálfleik í framlengingunni, en vorum aðeins of lengi með það.“ Þorsteinn segir einnig að auðvitað sé mikið svekkelsi með að missa af HM-sætinu, en hann telur að liðið í dag sé tilbúið á stóra sviðið. „Okkur tókst það ekki núna og við náðum ekki að klára verkefnið. Við erum kannski eins nálægt því og hægt er. En auðvitað er þetta bara sorglegt og leikmenn eru bara niðurbrotnir. Þær lögðu allt í þetta og gerðu allt sem þær gátu til að spila þennan leik sem best.“ Þá var Þorsteinn einnig spurður út í hvort hann sæi miklar breytingar á hópnum fyrir næstu forkeppni HM, en það verður haldið árið 2027. „Það verða ábyggilega einhverjar breytingar, en ég hef bara ekki hugsað svona langt,“ sagði svekktur Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 4-1 | Draumurinn úti eftir dýrkeyptan dómarakonsert Portúgal lagði Ísland 4-1 í framlengdum leik í umspili um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franski dómarinn Stéphanie Frappart setti sitt mark á leikinn þar sem Ísland spilaði stóran hluta leiksins 10 gegn 11. 11. október 2022 19:35 Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49
Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 4-1 | Draumurinn úti eftir dýrkeyptan dómarakonsert Portúgal lagði Ísland 4-1 í framlengdum leik í umspili um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franski dómarinn Stéphanie Frappart setti sitt mark á leikinn þar sem Ísland spilaði stóran hluta leiksins 10 gegn 11. 11. október 2022 19:35